Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 10:50
Elvar Geir Magnússon
Treyja KR fær mikið lof - Hönnuð eftir fyrstu keppnistreyju félagsins
Ægir Jarl Jónasson í treyjunni.
Ægir Jarl Jónasson í treyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR lék í gær gegn Breiðabliki í sérhannaðri afmælistreyju í tilefni af 125 ára afmæli félagsins.

Treyjan er tilvísun í hina ýmsu búninga KR í gegnum tíðina, þar á meðal fyrsta keppnisbúning KR sem var með kraga og reimum. Reyndar var kraginn þá hvítur.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Treyjan er í raun alveg eins og keppnisbúningur KR á fimmta áratug síðustu aldar. Allar auglýsingar og merki eru saumuð í búninginn.

Ísak Einarsson og Þorgeir K. Blöndal hönnuðu afmælismerkið sérstaklega og er það m.a. tilvísun í eldri útgáfu af KR merkinu. Númerin á bakinu eru rauð eins og var m.a. á níunda áratugnum.

KR mun leika nokkra heimaleiki í þessari treyju en reikna má með því að hún fari í almenna sölu á næstu vikum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Athugasemdir
banner
banner