City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Í BEINNI
Sambandsdeildin
Lausanne
LL 3
0
Breiðablik
Lausanne
3
0
Breiðablik
Beyatt Lekoueiry '7 1-0
Theo Bair '11 2-0
Gaoussou Diakite '33 3-0
02.10.2025  -  16:45
Stade de la Tuilière
Sambandsdeildin
Dómari: Genc Nuza (Kósovó)
Byrjunarlið:
25. Karlo Letica (m)
2. Brandon Soppy
5. Bryan Okoh
9. Theo Bair ('80)
10. Olivier Custodio ('60)
14. Kevin Mouanga
27. Beyatt Lekoueiry ('72)
38. Gabriel Sigua
70. Gaoussou Diakite ('79)
71. Karim Sow
93. Sekou Fofana ('60)

Varamenn:
1. Thomas Castella (m)
7. Alban Ajdini ('79)
8. Jamie Roche
11. Nathan Butler-Oyedeji ('80)
16. Nicky Beloko ('60)
17. Seydou Traoré
18. Morgan Poaty ('60)
20. Hamza Abdallah
22. Enzo Kana-Biyik
47. Souleymane Ndiaye ('72)
50. Lorenzo Bittarelli
54. Rodolfo Lippo
77. Muhannad Alsaad

Liðsstjórn:
Peter Zeidler (Þ)

Gul spjöld:
Nicky Beloko ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aldrei spenna Blikar fengu tvö fín færi áður en Lausanne skoraði úr sinni fyrstu sókn. Stuttu seinna var staðan orðin 2-0 og leikurinn aldrei spennandi eftir það. Á heildina fyrirhafnarlítið fyrir heimamenn.

Leikjadagskráin:
23. okt: KuPS (heima)
6. nóv: Shakhtar Donetsk (úti)
27. nóv: Samsunspor (heima)
11. des: Shamrock Rovers (heima)
18. des: Strasbourg (úti)
93. mín
Tobias Thomsen nálægt því að skora sárabótamark en skýtur í hliðarnetið.
90. mín
Alban Ajdini í mjög góðu færi en hittir boltann herfilega og skýtur framhjá.
88. mín
Blikar fá hornspyrnu, boltinn inn í teiginn en dæmt sóknarbrot.
85. mín
Inn:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
83. mín
Anton Logi Lúðvíksson
Mynd: EPA

80. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Nathan Butler-Oyedeji (Lausanne) Út:Theo Bair (Lausanne)
79. mín
Inn: Alban Ajdini (Lausanne) Út:Gaoussou Diakite (Lausanne)
78. mín
Þægilegt fyrir Lausanne Þetta hefur verið drepleiðinlegur seinni hálfleikur, eins og ég segi þá voru heimamenn bara saddir og sælir 3-0 yfir í hálfleik og með öll spil á hendi og hafa bara verið að pæla í því að sigla þessu í höfn án þess að eyða of mikilli orku í það.
77. mín
Gaoussou Diakite tekur hornspyrnu, léttur fallhlífarbolti sem Anton Ari á ekki í vandræðum með að handsama.
72. mín
Inn: Souleymane Ndiaye (Lausanne) Út:Beyatt Lekoueiry (Lausanne)
70. mín Gult spjald: Nicky Beloko (Lausanne)
Brýtur á Kristni Jónssyni.
69. mín
Viktor Karl Einarsson í baráttunni
Mynd: EPA

65. mín
Diakite með skot en Anton Ari nær að verja.
64. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik) Út:Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
64. mín
Inn:Tobias Thomsen (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
64. mín
Inn:Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
63. mín
Ágúst Orri með skot sem Letica varði.
60. mín
Inn: Morgan Poaty (Lausanne) Út: Sekou Fofana (Lausanne)
60. mín
Inn:Nicky Beloko (Lausanne) Út: Olivier Custodio (Lausanne)
59. mín
Lausanne stigið af bensíngjöfinni Kristófer með skalla á markið. Blikar að spila vel þessa stundina en það verður að taka inn í reikninginn að Lausanne hefur stigið af bensíngjöfinni og slakað á.
56. mín
Damir með skalla en langt frá því að hitta á rammann.
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
52. mín
Breiðablik með skot á mark Valgeir Valgeirsson með skot úr teignum, nokkuð fast en beint á Letica í marki Lausanne.
48. mín
Ágúst Orri með fyrirgjöf en aðstoðardómarinn dæmir að boltinn hafi verið farinn afturfyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Tölfræði Með boltann: 52% - 48%
Marktilraunir: 8-6
Hornspyrnur: 0-3
45. mín
Hálfleikur
Róðurinn þungur fyrir Blika Útlitið alls ekki gott fyrir Breiðablik. Fyrri hálfleikurinn hefði getað þróast á annan hátt en heimamenn hafa refsað grimmilega fyrir mistök Breiðablik.
45. mín
Blikar að enda hálfleikinn vel Ágúst Orri með skot og boltinn fer á Kristófer Inga sem nær ekki stjórn á knettinum. Svo kemur skot framhjá. Blikar byrjuðu þennan hálfleik hættulegir og enduðu hann vel líka.
45. mín
Annað íslenskt mark í Evrópu Sævar Atli Magnússon var að koma Brann yfir gegn Utrecht. Sævar skoraði einnig gegn Lille í síðustu umferð Evrópudeildarinnar.
44. mín
Blikar aðeins að vakna úr rotinu Hafa átt fínan kafla og síðustu mínútur farið fram á vallarhelmingi heimamanna. Væri nú fínt að fá eitt Blikamark fyrir hálfleik.
42. mín
Kristófer Ingi með skot framhjá.
39. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Diakite að taka skærin þegar Kristinn rífur hann niður.
39. mín
Damir skallar yfir Fyrirgjöf eftir hornspynuna og Damir á marktilraun en skallar yfir markið.
38. mín
Valgeir kemur upp vinstra megin og vinnur hornspyrnu.
33. mín MARK!
Gaoussou Diakite (Lausanne)
Stoðsending: Gabriel Sigua
Þetta mark stendur eftir langa VAR skoðun Breiðablik fékk hornspyrnu en Lausanne skoraði eftir skyndisókn. Valgeir Valgeirsson í miklu brasi og Sigua óð fram, sendi á Diakite sem skoraði í tómt markið.

Við fyrstu sýn virtist Diakite vera rangstæður en eftir langa VAR skoðun þá var markið látið standa.

Vont verður verra hjá Blikum.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Jæja loksins nær Breiðablik að koma sér á síðasta þriðjung. Ágúst Orri Þorsteinsson að skapa usla og Breiðablik fær svo hornspyrnu.
27. mín
Lausanne heldur áfram að sækja Breiðablik ekkert náð að skapa síðan liðið lenti undir og nú reynir Olivier Custodio bakfallsspyrnu en boltinn framhjá.
23. mín
Beyatt Lekoueiry með skot af löngu færi en beint á Anton Ara.
22. mín
Beyatt Lekoueiry kom Lausanne yfir
Mynd: EPA

Mynd: EPA
20. mín
Lausanne komið í bílstjórasætið Eftir öfluga byrjun Blika þá hefur Lausanne algjörlega tekið yfir leikinn. Þetta fyrsta mark svissneska liðsins virðist hafa verið algjört rothögg fyrir Kópavogsliðið og Lausanne einokar boltann.
13. mín
Hákon Arnar skoraði fyrir Lille Hákon skoraði ansi fallegt mark gegn Roma og Lille er að vinna á Ítalíu.
11. mín MARK!
Theo Bair (Lausanne)
Langur bolti fram og Bair skorar! Þessi fór beint í gegnum hjartað, Bair fer milli Viktors og Damirs, Anton Ari kemur út á móti og Kanadamaðurinn kemur boltanum yfir hann.
7. mín MARK!
Beyatt Lekoueiry (Lausanne)
Stoðsending: Sekou Fofana
FYRSTA FÆRI HEIMAMANNA OG MARK! Sekou Fofana með fyrirgjöf frá vinstri sem Lekoueiry skallar í netið. Gott hlaup, enginn sem elti hann og hann stangaði boltann í markið. Fyrsta tilraun Lausanne og mark.
7. mín
ANNAÐ GOTT FÆRI HJÁ BLIKUM! Kristófer Ingi fær boltann í hættulegri stöðu en nær ekki almennilegu valdi á honum og missir jafnvægið. Blikar að ógna.
5. mín
MJÖG FÍNT FÆRI! Valgeir skýtur yfir Flott sókn hjá Breiðabliki, Kristinn Steindórsson með flota sendingu á Ágúst Orra sem kemur sér inn í teig og gerir mjög vel. Rennir boltanum á Valgeir sem á skot rétt fyrir utan teig en skotið ekki nægilega gott og fer talsvert yfir.

Blikar að spila vel á milli sín í upphafi.
3. mín
Ágúst Orri sækir aukaspyrnu. Beyatt Lekoueiry brýtur á honum og Blikar koma boltanum inn í teig en Sekou Fofana kemur honum í innkast. Breiðablik að sækja í upphafi leiks.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar sparka þessu í gang Blikar eru algrænir í dag, taka sig vel út. Þetta er farið af stað á gervigrasinu í Lausanne.
Fyrir leik
Slatti af Evrópuleikjum að fara í gang Og það vantar ekki Íslendinga í eldlínunni!

   02.10.2025 15:50
Hákon í eldlínunni gegn Roma - Sævar Atli og Eggert Aron byrja báðir hjá Brann
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport Viaplay og Magnús Þórir Matthíasson er við hljóðnemann svo allt er í toppmálum. Það er góður andi á vellinum en kannski ekki alveg þetta rafmagnaða andrúmsloft sem var búið að lofa!
Fyrir leik
Fyrsti leikur Blika í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Evópuleikir Blika hafa yfirleitt haft fjölmörg mörk á báðum endum vallarins. Yfir 2.5 mörk og bæði lið skora gefur 80% ávöxtun hjá Epic.
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Tvær breytingar frá síðasta leik, 1-1 jafnteflinu gegn FH. Inn í byrjunarliðið koma Anton Logi Lúðvíksson og Kristinn Steindórsson. Tobias Thomsen og Óli Valur Ómarsson setjast á bekkinn.
Fyrir leik
Leikjadagskrá Breiðabliks í Sambandsdeildinni 2. okt: Lausanne-Sport (úti)
23. okt: KuPS (heima)
6. nóv: Shakhtar Donetsk (úti)
27. nóv: Samsunspor (heima)
11. des: Shamrock Rovers (heima)
18. des: Strasbourg (úti)
Fyrir leik
Kristinn Steindórsson: „Við erum komnir í þessa keppni til að ná sem lengst, það gefur auga leið. Það væri skrýtið að setja markmiðið eitthvað lægra en að komast í umspilið. En eins og ég segi það er ekkert gott að horfa allt of langt fram í tímann og telja stig hér og þar. Við bara sjáum hvað gerist í þessum leik og við rúllum áfram, vonandi pikkum við upp nógu mörg stig til að eiga séns á áframhaldandi þátttöku,“ segir Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks.

   02.10.2025 11:30
„Væri skrítið að setja markmiðið eitthvað lægra en að komast í umspilið“
Fyrir leik
Tvær endurkomur
Mynd: EPA

Þeir Aron Bjarnason, Davíð Ingvarsson og Andri Rafn Yeoman geta ekki spilað leikinn, en aðrir eru klárir í slaginn. Þeir Anton Logi Lúðvíksson og Þorleifur Úlfarsson sneru aftur eftir meiðsli gegn FH um helgina.

   02.10.2025 12:00
„Skrítið að fara inn í hvaða leik sem er án Andra Yeoman"


„Anton Logi spilaði næstum hálftíma á móti FH sem var frábært, Þorleifur kom líka inn á. Þetta var fyrsti leikur Antons í rúma tvo mánuði og Þorleifur spilaði sinn fyrsta leik í næstum 600 daga, sem er mjög jákvætt," segir Halldór Árnason.

„Eins og í allt sumar eru einhverjir frá, en við erum með stóran og góðan hóp og dveljum ekkert meira við það. Við treystum hópnum og þeim leikmönnum sem við höfum, þó svo að það sé auðvitað söknuður af þeim sem eru ekki klárir."

Mynd: EPA
Fyrir leik
Þokkalega hlekkjalausir
Mynd: EPA

Illa hefur gengið í Bestu deildinni hjá Blikum, langt er frá síðasta sigri og vonin um að spila í Evrópu aftur á næsta ári er veik. Hvernig er að setja Bestu deildina til hliðar og fara á annað svið?

„Það er bara gott, þetta er allt annað svið, Lausanne er lið sem er auðvitað allt öðruvísi en andstæðingar okkar á Íslandi, öðruvísi aðstæður og við komum kannski inn í leikinn á annan hátt en á Íslandi, út á við þokkalega hlekkjalausir. Menn eru bara mjög spenntir að spila fótbolta á þessu sviði," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.

Ná Blikar að ýta áhyggjunum af Bestu deildinni alveg til hliðar?

„Það held ég, menn hafa alltaf verið góðir í því að einbeita sér að næsta verkefni. Við tökum það sem við höfum gert vel og illa í síðustu leikjum í deildinni og reynum að laga það og bæta. Það er mikilvægt að staldra ekki of lengi við eitthvað sem er liðið, heldur einbeita sér að næsta verkefni."

Viðtalið við Halldór í heild sinni:
   02.10.2025 10:34
Dóri Árna: Það er auðvitað mjög merkilegt og þekkist hvergi
Fyrir leik
Evrópukvöld á Stade de la Tuilière
Mynd: Lausanne-Sport

Leikurinn verður spilaður á Stade de la Tuilière sem tekur 12.500 áhorfendur. Þetta er huggulegur leikvangur sem var vígður í lok árs 2020.

Leikurinn hefst 18:45 að staðartíma og Svisslendingar vilja meina að á Evrópukvöldum myndist svakalegt andrúmsloft og stemning.

   02.10.2025 09:00
Lofa rafmagnaðri stemningu gegn Breiðabliki - „Ný vídd opnast á Evrópukvöldum“
Fyrir leik
Lausanne að ströggla heima
Mynd: EPA

Breiðablik hefur ekki unnið deildarleik á Íslandi síðan 19. júlí en mótherjarnir á morgun hafa líka verið í vandræðum heima fyrir. Lausanne hefur farið illa af stað í svissnesku deildinni og er næstneðst. Liðið missti lykilmenn eftir síðasta tímabil og þjálfarinn tók við Basel.

Lausanne er þó miklu sigurstranglegri í veðbönkum og er Epicbet til dæmis með stuðulinn 1,40 á sigur heimamanna og 6,72 á Breiðablikssigur. Lausanne er sögufrægt félag í Sviss og hefur sjö sinnum orðið svissneskur meistari en síðasti titill kom 1965.

Liðið hefur verið að jójóa talsvert mikið milli efstu deildarinnar og B-deildarinnar en kom á óvart með því að vera meðal efstu liða á síðasta tímabili og komast í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Mynd: EPA

Slógu út Besiktas og Solskjær var rekinn
Þjóðverjinn Peter Zeidler tók við Lausanne í sumar og þrátt fyrir brasið í deildinni heima tókst liðinu að slá út tyrkneska liðið Besiktas í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Lausanne vann í Tyrklandi og vann einvígið samtals 2-1. Ole Gunnar Solskjær var þá stjóri Besiktas en var látinn taka pokann sinn eftir þessi úrslit.
Fyrir leik
Dómarar frá Kósovó Genc Nuza heitir aðaldómari leiksins. Allt dómarateymið kemur frá Kósovó, þar á meðal VAR dómararnir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breiðablik hefur leik gegn liði í eigu Ratcliffe
Mynd: EPA

Fyrsti leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fer fram í Sviss klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Blikar mæta þá Lausanne-Sport en félagið hefur verið í eigu breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe síðan 2017.

Ratcliffe á einnig franska félagið Nice og hlut í Manchester United. Talað er um hann sem Íslandsvin enda er hann einn stærsti landeigandi Íslands.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('80)
10. Kristinn Steindórsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('64)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson ('64)
19. Kristinn Jónsson ('85)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('64)
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason ('64)
6. Arnór Gauti Jónsson ('80)
9. Óli Valur Ómarsson ('64)
26. Alekss Kotlevs
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson ('85)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
45. Þorleifur Úlfarsson
77. Tobias Thomsen ('64)
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('39)

Rauð spjöld: