City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 15:50
Kári Snorrason
Hákon í eldlínunni gegn Roma - Sævar Atli og Eggert Aron byrja báðir hjá Brann
Hákon byrjar í stórleik á milli Lille og Roma
Hákon byrjar í stórleik á milli Lille og Roma
Mynd: EPA
Sævar Atli byrjar ásamt Eggerti Aroni hjá Brann.
Sævar Atli byrjar ásamt Eggerti Aroni hjá Brann.
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í bæði Sambands- og Evrópudeildinni í dag og má finna Íslendinga í eldlínunni í leikjunum sem hefjast klukkan 16:45.

Í Evrópudeildinni er Hákon Haraldsson í byrjunarliði Lille sem mætir Roma í stórleik. Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni. 

Þeir Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru báðir í byrjunarliði Brann sem mætir Utrecht. Freyr Alexandersson er auðvitað þjálfari Brann og verður á hliðarlínunni.

Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen eru báðir á varamannabekk Malmö sem mætir tékkneska liðinu Viktoria Plzen. Sverrir Ingi Ingason er þá einnig á bekknum í liði Panathinaikos.

Í Sambandsdeildinni er Gummi Tóta er á varamannabekk Noah sem og Gísli Gottskálk sem er á varamannabekk Lech Poznan.

Evrópudeildin
16:45 Celtic - Braga
16:45 Panathinaikos - Go Ahead Eagles
16:45 Ludogorets - Betis
16:45 Bologna - Freiburg
16:45 Fenerbahce - Nice
16:45 SK Brann - Utrecht
16:45 Steaua - Young Boys
16:45 Plzen - Malmö
16:45 Roma - Lille
19:00 Basel - Stuttgart
19:00 Genk - Ferencvaros
19:00 Lyon - Salzburg
19:00 Porto - Rauða stjarnan
19:00 Maccabi Tel Aviv - Dinamo Zagreb
19:00 Nott. Forest - Midtjylland
19:00 Sturm - Rangers
19:00 Celta - PAOK
19:00 Feyenoord - Aston Villa

Sambandsdeildin
16:45 Zrinjski - Lincoln
16:45 Omonia - Mainz
16:45 Lech - Rapid
16:45 Jagiellonia - Hamrun Spartans
16:45 Dynamo K. - Crystal Palace
16:45 KuPS - Drita FC
16:45 Noah - Rijeka
16:45 Vallecano - Shkendija
16:45 Lausanne - Breiðablik
19:00 Shelbourne - Hacken
19:00 Aberdeen - Shakhtar D
19:00 Legia - Samsunspor
19:00 Fiorentina - Olomouc
19:00 Rakow - Universitatea Craiova
19:00 AEK Larnaca - AZ
19:00 Celje - AEK
19:00 Sparta Prag - Shamrock
19:00 Slovan - Strasbourg


Athugasemdir
banner
banner