Fyrsti leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fer fram í Sviss klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Blikar mæta þá Lausanne-Sport.
Lausanne tilkynnti í morgun að þegar væri búið að selja 9 þúsund miða á leikinn en á heimasíðu félagsins er talað um að á Evrópuleikjum myndist sérstaklega rafmögnuð stemning á leikvangnum.
Lausanne tilkynnti í morgun að þegar væri búið að selja 9 þúsund miða á leikinn en á heimasíðu félagsins er talað um að á Evrópuleikjum myndist sérstaklega rafmögnuð stemning á leikvangnum.
„Á Evrópukvöldum opnast ný vídd á leikvangnum: rafmögnuð stemning í stúkunum, líf fyrir utan leikvanginn og spennuþrungið andrúmsloft við upphaf leiks," segir á heimasíðu félagsins.
Lausanne sló út tyrkneska liðið Besiktas á leið sinni í Sambandsdeildina.
„Ef þú varst á leiknum á móti Besiktas þá veistu það. Fyrir ykkur hin er kominn tími til að uppgötva hvernig La Tuilière leikvangurinn verður á Evrópukvöldum eftir að myrkrið skellur á."
Stade de la Tuilière leikvangurinn tekur 12.500 áhorfendur. Þetta er huggulegur og nýr leikvangur sem var vígður í lok árs 2020.
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay-rásinni og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir