Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Í BEINNI
Undankeppni HM
Ísland
LL 2
2
Frakkland
Ísland
2
2
Frakkland
Guðlaugur Victor Pálsson '39 1-0
1-1 Christopher Nkunku '63
1-2 Jean-Philippe Mateta '68
Kristian Hlynsson '70 2-2
13.10.2025  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Hybrid grasið alveg frábært og veðrið gæti varla verið betra
Dómari: Orel Grinfeeld (Ísrael)
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Logi Tómasson ('62)
3. Daníel Leó Grétarsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Hákon Arnar Haraldsson
8. Ísak Bergmann Jóhannesson ('85)
9. Sævar Atli Magnússon ('45)
10. Albert Guðmundsson ('85)
21. Daníel Tristan Guðjohnsen ('46)
23. Mikael Egill Ellertsson

Varamenn:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Anton Ari Einarsson (m)
6. Gísli Gottskálk Þórðarson
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('62)
14. Þórir Jóhann Helgason
15. Brynjólfur Willumsson ('45)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('85)
17. Aron Einar Gunnarsson
18. Mikael Anderson ('85)
19. Bjarki Steinn Bjarkason
20. Kristian Hlynsson ('46)
22. Andri Fannar Baldursson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Davíð Snorri Jónasson

Gul spjöld:
Logi Tómasson ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ísland gerir jafntefli við Frakka!! Þvílík frammistaða hjá íslenska liðinu í kvöld. Frábært stig gegn einu besta landsliði heims.

Ég get ekki annað sagt en takk!!
95. mín
Boltinn dettur fyrir Akliouche inn í teig í góðu færi en hann með lélegt skot beint á Elías!
95. mín
Mínúta eftir, það þarf bara að þrauka það!
93. mín
Coman með flotta takta á vinstri kantinum en Gulli lokar á fyrirgjöfina!
91. mín
Sóknarbrot á Frakka og Ísland fær smá tíma til að hvíla sig á sóknum gestanna.
91. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
88. mín
Fyrirgjöf eftir fyrirgjöf! Frakkarnir liggja svakalega á okkur núna og senda boltann inn í teig hvað eftir annað. Síðasta fyrigjöfin í þessari löngu sókn hins vegar í lúkurnar á Elíasi. Leikurinn er svo stöðvaður svo Sverrir getur aðeins teigt á löppunum.
87. mín
Inn:Hugo Ekitiké (Frakkland) Út:Jean-Philippe Mateta (Frakkland)
Púlarinn kemur inn! Uppsker baul frá stuðningsmönnum Íslands við innkomuna.
85. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Ísak búinn að vera frábær í dag.
85. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
Albert af velli
84. mín
Virkilega góð sókn hjá Íslandi! Fyrst er Albert með frábæra takta á vinstri kantinum og kemur með fyrigjöfina en hún er skölluð frá. Ísland heldur boltanum því Hákon tekur einhvern svakalegan snúning á miðjum vellinum, kemur honum svo á Mikael sem er dauðafrír á vinstri en fyrirgjöfin hans er eiginlega bara arfa slök og fer framhjá markinu.
84. mín
Arnar undirbýr tvöfalda breytingu, Stefán Teitur og Mikael Neville að koma inn.
83. mín
Elías er kóngur í ríki sínu! Olise með hornspyrnuna en Elías kemur út úr markinu og grípur þennan bolta!
83. mín
Frakkar fá horn, búnir að liggja töluvert á okkur síðustu mínútur.
81. mín
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
79. mín
Albert fær hressilegt spark í ristina og hann fann fyrir þessu. Hann hristir þetta samt af sér.
75. mín
Þarna munaði litlu! Fengum næstum gefins mark!

Brynjólfur var að pressa Maignan sem rann í grasinu, en Frakkinn rétt náði að standa upp og hreinsa í innkast áður en Brynjólfur komst í boltann.
74. mín
Inn:Khephren Thuram (Frakkland) Út:Eduardo Camavinga (Frakkland)
74. mín
Inn:Kingsley Coman (Frakkland) Út:Christopher Nkunku (Frakkland)
71. mín
Elías liggur niðri Elías Rafn leggst niður beint eftir mark Kristians og fær aðhlynningu, vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Elías búinn að vera frábær í dag.

Eftir stutta aðhlynningu stendur Elías á fætur og heldur leik áfram.
70. mín MARK!
Kristian Hlynsson (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
SVONA Á AÐ SVARA!!!! Stórkostleg sending inn fyrir vörn Frakka á Albert sem er sloppinn í gegn. Hann er með Kristian með sér, og hann leggur boltann á hann, einn gegn markmanni og yfirvegunin er algjör. Setur boltann framhjá Maignan!

KOMA SVO!!!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


68. mín MARK!
Jean-Philippe Mateta (Frakkland)
Stoðsending: Maghnes Akliouche
Þá eru þeir búnir að snúa þessu við Góður bolti inn á Akliouche sem er allt í einu sloppinn inn fyrir vörnina. Hann leggur þá fastan bolta fyrir markið, Daníel Leó nær ekki að renna sér í boltann og Mateta mætir á fjær til að pota honum inn.

67. mín
Fast skot! Digne fær boltann við vinstra horn teigsins og lætur bara vaða, fast skot á nær en Elías ver!
65. mín
64. mín
Inn:Maghnes Akliouche (Frakkland) Út:Florian Thauvin (Frakkland)
63. mín MARK!
Christopher Nkunku (Frakkland)
Frakkar jafna Nkunku fær boltann úti vinstra megin og hann keyrir á Guðlaug Victor. Hann tekur svo eina snögga hreyfingu til hliðar og skýtur fast í fjær. Gæða mark hjá honum þarna.

62. mín
VAR dómararnir vildu kanna mögulega vítaspyrnu eftir fast leikatriði Frakka en það var ekkert brot sem átti sér stað og leikurinn hefst á ný.
62. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Logi Tómasson (Ísland)
61. mín
Hátt yfir! Olise með spyrnuna og hún fer af varnarmanni og berst á Nkunku á fjær. Hann er í dauðafæri en hann neglir boltanum lengst yfir!
60. mín Gult spjald: Logi Tómasson (Ísland)
60. mín
Frakkar fá aukaspyrnu við hægra horn vítateigsins.
58. mín
Hjólhesturinn! Frakkar með fyrirgjöfina og Kone skallar boltann upp í loft. Thauvin tekur þá hjólhestinn, nær fínni snertingu á boltann en sem betur fer framhjá.
57. mín
Hornspyrnan hjá Olise nær ekku yfir fyrsta mann og Hákon skallar frá.
57. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá Frökkum en Daníel gerir vel og skallar hann aftur fyrir!
56. mín Gult spjald: Eduardo Camavinga (Frakkland)
Fyrsta spjald leiksins.
55. mín
Thauvin með boltann á hægri kantinum og reynir fyrirgjöfina en hún er slök og Elías grípur þennan!
53. mín
Vel varist! Frakkar byggja upp fína sókn og fyrst nær Thauvin skoti en í Guðlaug. Frakkar halda boltanum og þeir koma með fyrirgjöfina og þá tekur Thauvin skallan en langt framhjá.
51. mín
Áhugaverð fyrirgjöf frá Loga úr djúpri stöðu. Boltinn er bara á leiðinni á markið á nær en Maignan er vel vakandi og grípur boltann.
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
51. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar svipað og sá fyrri spilaðist. Ísland mjög þéttir og Frakkar í erfiðleikum með að brjóta línurnar.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Ein breyting hjá Íslandi í hálfleik. Daníel fer af velli og Kristian inn. Brynjólfur verður þá væntanlega nían og Albert og Kristian í kringum hann.
46. mín
Inn:Kristian Hlynsson (Ísland) Út:Daníel Tristan Guðjohnsen (Ísland)
45. mín
45. mín
Markið og fagnið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

45. mín
Hálfleikur
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í Póllandi Fleiri góð tíðindi, Aserbaídsjan jafnaði gegn Úkraínu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ísland í 2. sæti sem stendur.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikstölfræði UEFA 44% - Með bolta - 56%
173 - Sendingar - 307
3 - Skot - 11
1 - Skot á mark - 4
0 - Hornspyrnur - 6
45. mín
Hálfleikur
Ísland eru einu marki yfir í hálfleik, Frakkar varla skapað sér færi í þessum leik fyrr en í þessum uppbótartíma.

Stórkostlegur háfleikur hjá íslenska liðinu, meira af því sama í seinni!
45. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!! +4
VAR er að skoða þetta.

Boltinn inn á teig og Mateta nær skoti á markið en Mikael Egill nær að vera fyrir þessu næstum á línu.

VAR skoðaði hendi en ekkert í þessu!

45. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (Ísland) Út:Sævar Atli Magnússon (Ísland)
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma
45. mín
Sævar virðist ekki getað halda áfram. Brynjólfur að koma inn á fyrir hann.
43. mín
Beint á Elías Thauvin fær boltann fyrir utan teig og reynir skotið en það er bara ekki nógu gott, beint á Elías sem grípur þetta.
43. mín
39. mín MARK!
Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
ÍSLAND LEIÐIR GEGN FRÖKKUM!!!! Albert tekur aukaspyrnuna á nær þar sem Guðlaugur nær skotinu í Camavinga, boltinn fellur aftur fyrir hann og, hann nær að pota boltanum yfir línuna!

ÞVÍLÍK STAÐA FYRIR OKKUR!

39. mín
Frábær pressa hjá Sævari og Daníel sem hirða boltann af Saliba og Arsenal maðurinn neyðist til að brjóta á Sævari.

Aukaspyrna við hornfánann .
37. mín
Olise með hornspyrnuna og Daníel skallar boltann beint fyrir Digne sem tekur fast skot en beint í varnarmann.
36. mín
Olise með spyrnuna inn á teig en Elías blakar þessu aftur fyrir og Frakkar fá horn.
35. mín
Olise með spyrnuna en Daníel Leó skallar frá. Það er svo brotið á Albert en af einhverri ástæður er dæmt á hann og Frakkar fá aukaspyrnu við hinn hornfánann.
34. mín
Úkraína er með forystuna gegn Aserbaídsjan.
34. mín
Frakkar fá horn
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín
Myndaveisla
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

28. mín
Frábært spil hjá Íslandi! Við spilum upp miðjuna, og Mikael Egill er mjög sterkur gegn Upamecano! Hann kemur þá boltanum á Sævar sem er rétt fyrir utan teig þegar hann tekur skotið, en í varnarmann.
25. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR ÍSLAND!!! Þrælskemmtileg sending frá Daníel Tristan inn á Albert sem er alveg sloppinn í gegn, einn gegn markmanni en hann setur boltann yfir.

Aðstoðardómarinn lyftir svo flagginu þannig þetta hefði hvort sem er ekki verið tekið.
25. mín
Spyrnan beint á Elías sem grípur boltann.
24. mín
Frakkar fá annað horn, Olise komst ekki framhjá Daníel Leó.
21. mín
Frakkar í færi! Þeir spila vel upp vinstri kantinn og Olise kemur með fastan bolta á nærstöngina þar sem Mateta reynir að sneiða boltann í fjær en sem betru fer, framhjá!
18. mín
Digne reynir skotið frá miðju Frakkar fá aukaspyrnu við miðlínu og Digne tekur eftir því að Elías stendur frekar framarlega. Hann reynir þá skotið, en þessi framhjá markinu.
15. mín
Elías ver! Fínir taktar hjá Koundé sem fær boltann fyrir utan teig, tekur eina gabbhreyfingu og svo skot. Elías hins vegar alltaf með þennan bolta og grípur þetta.
14. mín
Frakkar fá horn, Gulli skýlir boltanum aftur fyrir eftir að Mikael Egill senti aftur á hann, einkennilegt.

Það kemur svo ekkert úr horninu.
12. mín
Frakkar sækja hratt og koma með fyrirgjöfina inn í teig. Mateta auðvitað sá sem nær að tengja hausinn við boltann, en skallinn er laus og framhjá.
12. mín
Ísland með ágætan kafla við mark Frakka, en eru full ragir við að koma boltanum inn í teiginn.
9. mín
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

7. mín
Íslenska liðið liggur djúpt fyrstu mínúturnar og er að loka á öll svæði.
2. mín
Stórhætta úr horninu! Olise tekur spyrnuna og boltinn dettur á fjær þar sem Nkunku er mættur í frábæru færi en skotið hans varið af Elíasi!
2. mín
Frakkar fá fyrsta horn leiksins. Langur bolti á Nkunku en fyrirgjöf hans í Guðlaug Victor.
1. mín
Leikur hafinn
Dómarinn flautar og þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Leikmenn labba inn á völl Þetta fer að bresta á, íslenska og franska landsliðið labba inn á völl. Þá eru bara þjóðsöngvar svo hefst leikurinn.
Fyrir leik
Vertu með í umræðunni Við minnum á myllumerkið #fotboltinet á X-inu. Endilega látið í ykkur heyra á meðan leik stendur.
Fyrir leik
Haukur Gunnarsson er mættur með myndavélina
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands: Logi og Daníel koma inn Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands gerir tvær breytingar frá Úkraínu leiknum. Logi Tómasson og Daníel Tristan Guðjohnsen koma inn í liðið. Margir bjuggust við að Ísland myndi fara í þriggja manna hafsenta kerfi en Arnar heldur sig við sama kerfi og gegn Úkraínu.

Andri Lucas Guðjohnsen er í leikbanni og er því ekki með, og Jón Dagur Þorsteinsson færist yfir á bekkinn. Við innkomu Loga þá færir Arnar einnig Mikael Egil á kantinn.
Fyrir leik
Byrjunarlið Frakklands: Mateta byrjar í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Jean-Philippe Mateta verður í fyrsta sinn í byrjunarliði franska landsliðsins, og leikur sinn annan landsleik, þegar Ísland og Frakkland eigast við á Laugardalsvelli í kvöld.

L'Équipe hefur opinberað byrjunarliðið en Frakkland stillir upp í 4-2-3-1.

Marga sóknarmenn vantar í franska liðið (Mbappe, Dembele, Doue, Barcola, M. Thuram, Kolo Muani og Cherki) og Mateta fær því tækifærið og fyrir aftan hann er Florian Thauvin, 32 ára leikmaður Lens, en hann hefur ekki byrjað landsleik síðan sumarið 2019.

Búist var við því að Adrien Rabiot yrði á miðsvæðinu en hann gat ekki tekið þátt í æfingu í gær og Eduardo Camavinga mun því byrja. Varnarlínan er nákvæmlega eins og spáð var.

Fyrir leik
Internetið gleymir engu
Fyrir leik
Mbappé ekki með en það skiptir ekki máli „Þeir eru þá bara með Nkunku, Olise og Mateta. Þetta getur farið á tvo vegu. Annars vegar munu þeir sakna þessara stóru stjarna. Eða hinsvegar, eins og ég á frekar von á að gerist, að inn í liðið koma leikmenn sem hafa að miklu að keppa og mikið að sanna til að komast í HM hóp Frakka.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands á blaðamannafundi í dag.
Fyrir leik
Frá æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Arnar: Leikurinn gegn Úkraínu frábær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Fyrir mig er stærsti lærdómurinn að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa að þeir séu frábærir. Því leikurinn var frábær á föstudaginn, frábær. Ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með bolta frá stofnun íslenska landsliðsins, með boltann þar að segja. Það þarf enginn að trúa mér, það þarf bara að kíkja í tölfræðina, þetta eru allt opinberar bækur. Þá er ég að tala um hátt skrifað lið á FIFA listanum. Það þarf að fara aftur fyrir lið í 100. sæti til að finna sambærilega frammistöðu með boltann. En þá erum við farin að tala um San Marínó og Liechtenstein," sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í gær.

Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Íslands Við teljum að Arnar Gunnlaugsson haldi sig við sama leikskipulag og gegn Frökkum úti á Prinsavöllum, þar sem Ísland tapaði naumlega 2-1. Arnar stillti þá upp í 5-3-2 kerfi og við tippum á að hann geri þrjár breytingar frá byrjunarliðinu gegn Úkraínu.

   12.10.2025 19:35
Líklegt byrjunarlið Íslands - Fimm manna vörn og þrjár breytingar
Fyrir leik
Deschamps hrósar Íslandi: Úkraínumenn heppnir með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Úkraína voru heppnir með að fara með sigur af hólmi hér á föstudag. Úkraínumenn skutu sex sinnum, fimm sinnum á markið, og skoruðu fimm mörk. Að mínu mati var Ísland betra liðið, sérstaklega á miðjunni," sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, á fréttamannafundi í gær.

   12.10.2025 20:07
Deschamps hrósar Íslandi: Úkraínumenn heppnir með sigurinn
Fyrir leik
Staðan og leikir kvöldsins 18:45 Ísland - Frakkland
18:45 Úkraína - Aserbaídsjan


Fyrir leik
Mbappe og Dembele ekki með
Mynd: EPA

Það vantar nokkra öfluga leikmenn í franska liðið. Þar á meðal er Kylian Mbappe sem skoraði í 3-0 sigri Frakka gegn Aserum á föstudag en fór meiddur af velli í lok leiksins. Þá er gullboltahafinn Ousmane Dembele á meiðslalistanum og ekki með Frökkum í þessum glugga. Markvörðurinn Mike Maignan verður með fyrirliðaband Frakka í kvöld.

   12.10.2025 08:45
Líklegt byrjunarlið Frakklands gegn Íslandi - Ekitike á toppnum

Fyrir leik
Dómararnir eru frá Ísrael
Mynd: EPA

Orel Grinfeeld er aðaldómari en hann er 44 ára og er þetta annar leikurinn í undankeppni HM sem hann dæmir á þessu ári. Hann dæmdi 3-0 sigur Englands gegn Lettlandi á Wembley.

Árið 2020 varð hann fyrsti ísraelski dómarinn sem dæmir leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en þá dæmdi hann leik Lazio og Bayern München í 16-liða úrslitum.

Landar hans Roy Hassan og Matityahu Yakobov verða aðstoðardómarar og Gal Leibovitz fjórði dómari. Svisslendingar munu sjá um VAR dómgæsluna en aðal VAR dómari verður Sven Wolfensberger.
Fyrir leik
Markaskorari Íslands frá Prinsavöllum í banni Frakkland 2 - 1 Ísland (9. september)
0-1 Andri Lucas Guðjohnsen ('21 )
1-1 Kylian Mbappe ('45 , víti)
2-1 Bradley Barcola ('62 )
Rautt spjald: Aurélien Tchouaméni, Frakkland ('67)
Lestu um leikinn

   09.09.2025 20:50
Gríðarlega súrt tap í Frakklandi


Ísland veitti Frökkum harða keppni á Prinsavöllum fyrir rúmum mánuði síðan og alveg ljóst að franska liðið verður ekki með neitt vanmat í kvöld. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark Íslands í þeim leik en hann tekur hinsvegar út leikbann í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Velkomin með okkur á Laugardalsvöll
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland mætir hinu gríðarsterka liði Frakklands klukkan 18:45. Það er löngu uppselt á leikinn og von á þrumustuði.
Byrjunarlið:
16. Mike Maignan (m)
3. Lucas Digne
4. Dayot Upamecano
5. Jules Kounde
6. Eduardo Camavinga ('74)
8. Manu Koné
11. Michael Olise
13. Jean-Philippe Mateta ('87)
17. William Saliba
18. Christopher Nkunku ('74)
20. Florian Thauvin ('64)

Varamenn:
1. Brice Samba (m)
23. Lucas Chevalier (m)
2. Malo Gusto
7. Kingsley Coman ('74)
9. Hugo Ekitiké ('87)
12. Maghnes Akliouche ('64)
14. Adrien Rabiot
15. Benjamin Pavard
19. Khephren Thuram ('74)
21. Lucas Hernandez
22. Theo Hernandez

Liðsstjórn:
Didier Deschamps (Þ)

Gul spjöld:
Eduardo Camavinga ('56)

Rauð spjöld: