
Það var létt yfir Didier Deschamps, þjálfara franska landsliðsins, á blaðamannafundi Frakklands á Laugardalsvelli fyrr í dag. Á blaðamannafundinum hrósaði Dechamps íslenska liðinu í hástert og sagði Ísland hafa verið betri í 3-5 tapi gegn Úkraínu á föstudag.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Frakkland
„Úkraína voru heppnir með að fara með sigur af hólmi hér á föstudag. Úkraínumenn skutu sex sinnum, fimm sinnum á markið, og skoruðu fimm mörk. Að mínu mati var Ísland betra liðið, sérstaklega á miðjunni.“
„Íslenska liðið sýndi mikla ákefð, hlaupagetu og tæknilega getu í leiknum okkar við þá í París. En það er gott fyrir okkur að koma hingað með níu stig. Markmiðið er að bæta við okkur stigum til að komast enn nær lokakeppni HM,“ sagði Deschamps að lokum.
Frakkar unnu öruggan 3-0 sigur á Aserbaídsjan í Frakklandi á föstudag. Með sigri á Íslandi á morgun geta Frakkar tryggt sér fyrsta sæti riðilsins og þar með sæti á HM 2026.