Heimild: L'Equipe

Damien Degorre, blaðamaður L'Equipe, býst við að Dider Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands geri talsverðar breytingar á byrjunarliðinu gegn Íslandi frá liðinu sem vann 3-0 gegn Aserbaídsjan á föstudag.
Það er allavega ein pottþétt breyting þar sem Kylian Mbappe ferðaðist ekki með til Íslands vegna smávægilegra meiðsla. Degorre spáir því að Deschamps muni stilla upp í 4-2-3-1 leikkerfi þar sem Hugo Ekitike, sóknarmaður Liverpool, verði fremstur og Michael Olise, leikmaður Bayern München, þar fyrir aftan.
Þá gætu Christopher Nkunku og hinn 23 ára Maghnes Akliouche fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína á vængjunum þar sem marga sóknarleikmenn vantar í franska liðið (Mbappe, Dembele, Doue, Barcola, M. Thuram, Kolo Muani og Cherki).
Það er allavega ein pottþétt breyting þar sem Kylian Mbappe ferðaðist ekki með til Íslands vegna smávægilegra meiðsla. Degorre spáir því að Deschamps muni stilla upp í 4-2-3-1 leikkerfi þar sem Hugo Ekitike, sóknarmaður Liverpool, verði fremstur og Michael Olise, leikmaður Bayern München, þar fyrir aftan.
Þá gætu Christopher Nkunku og hinn 23 ára Maghnes Akliouche fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína á vængjunum þar sem marga sóknarleikmenn vantar í franska liðið (Mbappe, Dembele, Doue, Barcola, M. Thuram, Kolo Muani og Cherki).

Það er stutt milli leikja og búist er við því að Deschamps skipti um bakverði frá leiknum á föstudag. Gerð er krafa um mikla hlaupagetu hjá bakvörðunum og spáð að Jules Kounde og Lucas Digne komi inn í byrjunarliðið í stað Malo Gusto og Theo Hernandez.
Ferðuðust degi fyrr en þeir eru vanir
Franska liðið ferðaðist til Íslands í gær en Frakkar eru vanir því að fara í útileiki daginn fyrir leik. Þar sem um langt ferðalag var að ræða var farið fyrr en vanalega. Liðið æfði ekki í gær heldur var í meðhöndlun á hótelinu.
Franska liðið mun æfa á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:30 og má búast við mjög léttri æfingu. Frakkar eru á toppi riðilsins en Ísland féll niður í þriðja sæti með 3-5 tapinu gegn Úkraínu á föstudaginn.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 - 1 | +6 | 9 |
2. Úkraína | 3 | 1 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 4 |
3. Ísland | 3 | 1 | 0 | 2 | 9 - 7 | +2 | 3 |
4. Aserbaísjan | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 - 9 | -8 | 1 |
Athugasemdir