Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Breiðablik
0
0
KuPS
Höskuldur Gunnlaugsson '57 , misnotað víti 0-0
Mohamed Toure '92
23.10.2025  -  16:45
Laugardalsvöllur
Sambandsdeildin
Dómari: Sandi Putros (Danmörk)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('72)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('72)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson ('72)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen ('60)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
9. Óli Valur Ómarsson ('72)
10. Kristinn Steindórsson ('72)
11. Aron Bjarnason ('72)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
26. Alekss Kotlevs
27. Egill Valur Karlsson
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
30. Andri Rafn Yeoman
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
36. Markús Steinn Ásmundsson
38. Maríus Warén
39. Breki Freyr Ágústsson
40. Elmar Robertoson
45. Þorleifur Úlfarsson ('60)
97. Þór Andersen Willumsson
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust Fyrsta sinn sem Breiðablik fær stig í Sambandsdeildinni...

en ég ætla að líta á glasið sem hálftómt. Breiðablik fékk dauðafæri til að vinna sigur hér en nýtti það ekki.
93. mín
Þorleifur með skalla, boltinn af varnarmanni og yfir. Annað horn.
93. mín
Það er nú eða aldrei! Óli Valur vinnur hornspyrnu...
92. mín Rautt spjald: Mohamed Toure (KuPS)
Breiðablik í stórhættulegri skyndisókn, KuPS braut svona þrisvar á leikmönnum Blika og að lokum fékk Kristinn Jónsson aukaspyrnu þegar hann var að sleppa og rauða spjaldið fór á loft!
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur Additional time 3 minutes
90. mín
Hættuleg hornspyrna en Blikar koma boltanum frá.
89. mín
KuPS fær hornspyrnu. Reyndar galið að það hafi ekki verið dæmd hendi á leikmann liðsins rétt á undan. Dönsku dómararnir eru ekki að fá hæstu einkunn í kvöld.
87. mín
ARON BJARNAAAAA!!!! Fallegt skot sem virtist stefna í samskeytin en endar ofan á þaknetinu. Hefði verið gaman að fá lúxusmark þarna.
86. mín
Blikar að fá sína sjöundu hornspyrnu...

...varnarmaður KuPS skallar afturfyrir. Hornspyrna átta.
85. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

84. mín
Stórhættuleg sókn Blika, Þorleifur reynir hælsendingu en Finnarnir koma boltanum frá. Þarna komust Blikar nálægt þessu...
80. mín
Otto Ruoppi með skot Gerir vel en hittir ekki á rammann. Otto er minn uppáhalds leikmaður í KuPS liðinu.
79. mín
Kristinn Jónsson með hornspyrnu en Kreidl handsamar boltann af öryggi.
77. mín
Inn:Joslyn Luyeye-Lutumba (KuPS) Út:Piotr Parzyszek (KuPS)
76. mín
Óli Valur vinnur hornspyrnu fyrir Breiðablik frá hægr.
75. mín
Damir reynir þrumufleyg af löngu færi En himinhátt yfir. Damir bjartsýnn þarna.
74. mín
Mini myndaveisla frá Hafliða Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

72. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Þreföld skipting frá Ólafi Inga.
72. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
72. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
71. mín
Það er að lifna aðeins yfir KuPS aftur, nokkuð kaflaskiptur fótboltaleikur hér í Laugardalnum.
68. mín
Hjúkkk!!! Valgeir getur andað léttar! Hann sparkaði boltanum beint til mótherja í teignum en Viktor Margeirs komst fyrir skot hans. Þetta hefði verið aaaaaagalegt mark að fá á sig!
67. mín
Breiðablik hefur verið með stjórnina allan seinni hálfleik, nú viljum við bara fá mark frá þeim grænu.
65. mín
Inn: Agon Sadiku (KuPS) Út:Petteri Pennanen (KuPS)
Þjálfari KuPS treystir hópnum og heldur áfram að fá inn ferska fætur.
64. mín
Höskuldur með hornspyrnu en Kreidl nær að kýla boltann frá.
63. mín
Valgeir Valgeirsson hefur að mínu mati verið besti maður vallarins. Hann á hér skot framhjá.
62. mín
Þorleifur kemur sér í færi en laflaus skalli beint í hendurnar á Kreidl.
60. mín
Inn:Samuel Pasanen (KuPS) Út:Doni Arifi (KuPS)
60. mín
Inn:Þorleifur Úlfarsson (Breiðablik) Út:Tobias Thomsen (Breiðablik)
57. mín Misnotað víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
HÖSKULDUR SKÝTUR FRAMHJÁ!!! Markvörðurinn skutlaði sér til vinstri og Höskuldur skaut í hitt hornið... en boltinn fór röngu megin við stöngina.

Ekki gott.
56. mín
BREIÐABLIK FÆR VÍTI! Davíð með fyrirgjöf sem fer í hendina á Saku Savolainen og vítaspyrna dæmd!!!
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
52. mín
Herslumunurinn Ahhhh.... Ágúst Orri að komast í hættulega stöðu í teignum en tók þá vonda snertingu á boltann og missti hann of langt frá sér. Vantar herslumuninn hjá Blikum.
48. mín
Dauðafæri á að ná fyrsta sigrinum Vantaði ekki spekingana í VIPpinu hjá Breiðabliki í hálfleik. Þar voru spekingarnir sammála um að Breiðablik fengi nú varla betra tækifæri á að landa sigri í þessari Sambandsdeild en í kvöld. Sjáum hvernig seinni hálfleikurinn þróast...
46. mín
Inn: Mohamed Toure (KuPS) Út: Paulius Golubickas (KuPS)
46. mín
Inn:Clinton Antwi (KuPS) Út:Bob Nii Armah (KuPS)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikstölfræði: Með boltann: 40% - 60%
Marktilraunir: 8-5
Hornspyrnur: 2-2
Nákvæmni sendinga: 83% - 88%

Davíð Ingvarsson átti marktilraun í blálok fyrri hálfleiks, frekar þröngt færi og Kreidl varði.
45. mín
KuPS fékk horn Damir skallar boltann afturfyrir eftir fyrirgjöf frá hægri. KuPS skallar framhjá eftir fyrirgjöfina.
42. mín
Hverjir eru bestir í náranum? Blikarnir í Smáranum!

Já uppáhalds chant íslensku þjóðarinnar er í fullum gangi.
41. mín
HÖSKULDUR SVO NÁLÆGT! Liðin skiptast á að eiga sína kafla og nú eru það Blikar sem hafa verið betri síðustu mínútur. Höskuldur slítur sig lausan í teignum og á skot sem Kreidl nær að verja í horn.
40. mín
Lélegt hjá dómurunum Brotið á Valgeiri en hann nær að koma boltanum á Ágúst sem var einn á siglingu upp hægri kantinn en dómarinn flautaði aukaspyrnu. Klikkaði á hagnaðarreglunni þarna. Ekki gott.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
36. mín
Tobias skallar yfir markið Valgeir með flotta fyrirgjöf á Tobias sem skallar yfir markið. Virðist svekktur út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki gert betur í þessari stöðu.
29. mín
Davíð Ingvarsson með fyrirgjöf frá vinstri en þetta er bara léttur æfingabolti fyrir Kreidl.
26. mín
Otto Ruoppi, glókollur í liði KuPS, með flott tilþrif og á síðan skot sem Anton Ari ver. Ruoppi virkar flottur leikmaður, 19 ára gamall U21 landsliðsmaður
24. mín
KuPS mun meira með boltann núna, Blikar bíða átekta.
17. mín
ANTON ARI VER FRÁBÆRLEGA! Það er fjör í þessu! Otto Ruoppi með skot úr D-boganum, þéttingsfast en Anton Ari ver glæsilega í hornspyrnu.
16. mín
BLIKAR HERJA! Valgeir skeinuhættur hér í upphafi leiks, með fasta fyrirgjöf sem markvörðurinn kastar sér í en heldur ekki boltanum. Davíð Ingvarsson fær hörkufæri í teignum en er ekki í nægilega góðu jafnvægi og skot hans yfir!!! Mjög gott færi.
14. mín
Arnór Gauti með skot fyrir utan teig, Kristinn Jóns leggur boltann út á Arnór en skot hans ekki kraftmikið og fer framhjá.
11. mín
Tobias í hörkufæri! Valgeir Valgeirsson gerir frábærlega, kemur sér framhjá leikmanni KuPS og rennir boltanum fyrir en Tobias Thomsen hittir boltann illa og þetta endar með laflausu skoti. Þarna átti Daninn að gera miklu betur!
4. mín
KuPS með stangarskot!!! Blikar stálheppnir! Eftir góða sókn gestaliðsins á fyrirliðinn Petteri Pennanen skot í stöngina! Doni Arifi lagði boltann út á Pennanen sem var við vítateigsendann. Anton Ari var eins og stytta í markinu og sá boltann fara í stöngina og út!
2. mín
Valgeir Valgeirsson með lipurlegt hlaup upp völlinn og Breiðablik fékk innkast til móts við vítateig KuPS. Náðu ekki að gera sér neinn mat úr því.
1. mín
Leikur hafinn
Dömur mínar og herrar, þetta er byrjað! Sá danski hefur flautað á! Gulir og glaðir Finnar með upphafsspyrnuna. Blikar sækja í átt að Laugardalslaug í fyrri hálfleik!
Fyrir leik
Stuðullinn á Blikasigur hér í dag er rúmlega tvöföldun 2.17 á Epic!
Fyrir leik
Glæsilegt gluggaveður Veðurfréttir úr Laugardal. Heiðskírt, norðanátt 5 m/s og 2 gráður. Hybrid grasið grænt og fallegt! Sambandsdeildarmerkið tekur sig vel út á miðjum vellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Myndir frá æfingu Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð var með myndavélina á síðustu æfingu Breiðabliks fyrir leikinn og má nálgast myndaveislu hér:

   23.10.2025 06:30
Myndaveisla: Breiðablik æfði á Laugardalsvelli undir stjórn nýja þjálfarans
Fyrir leik
Svona leggur Ólafur línurnar Gárungarnir tala um að ekkert jafnist á við Sambandsdeildarsíðdegi í Laugardalnum og það er hægt að taka undir það. Hér má sjá hvernig Breiðablik stillir upp í dag.

Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn - Tvær breytingar hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hann gerir tvær breytingar frá síðasta byrjunarliði Halldórs Árnasonar, liðinu sem tapaði 1-2 fyrir Víkingi um síðustu helgi.

Arnór Gauti Jónsson og Tobias Thomsen koma inn í byrjunarliðið. Anton Logi Lúðvíksson er ekki í hóp og Kristófer Ingi Kristinsson sest á bekkinn.
Fyrir leik
Eygja möguleika á fyrsta sigrinum í Sambandsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í lokakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið fór stigalaust í gegnum riðil sinn 2023 og tapaði gegn Lausanne í fyrsta leik deildarkeppninnar þetta tímabilið. Samtals er markatalan 5-21.

„Við ætlum að fara út á völl og sækja til sigurs. Það er okkar hugarfar fyrir leikinn. Ég held að þetta lið sé sambærilegt við bestu lið á Íslandi. Við komum hugrakkir í þennan leik og viljum hafa leikinn á okkar forsendum verandi á heimavelli," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.

   22.10.2025 18:01
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Fyrir leik
Fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, sem tók við á mánudag eftir að Halldór Árnason var nokkuð óvænt látinn taka pokann sinn. Hlutirnir hafa gerst hratt og skyndilega er Evópuleikur handan við hornið. Ólafur fer beint í djúpu laugina.

„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og skemmtilegur leikur að byrja á," segir Ólafur. Er komið að fyrsta sigri Breiðabliks í Sambandsdeildinni?

„Vonandi. Við stefnum klárlega á það. Við erum að mæta mjög góðu liði. En þetta er eitt af þeim liðum sem við teljum okkur eiga góða möguleika á að gera eitthvað á móti."

Er ekki skrítið hversu hratt þetta hefur verið að gerast, og vera allt í einu mættur á fréttamannafund á Laugardalsvelli?

„Jú, þetta er alveg pínu súrrealískt allt saman. Ég neita því ekki en þetta er skemmtilegt. Það hefur verið tekið vel á móti mér. Það hefur verið mikið að gera þessa daga en ótrúlega skemmtilegt," segir Ólafur.

Hvernig skynjar þú andann í hópnum, er sjálfstraustið lágt?

„Ég skynja það ekki þannig. Kannski eðlilegt að þú spyrjir. Það hefur verið pínu brekka undanfarnar vikur en ég skynja ekki að menn séu eitthvað litlir í sér. Ég skynja orku og að menn séu tilbúnir í verkefni morgundagsins," segir Ólafur Ingi.

   22.10.2025 18:19
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Fyrir leik
Blikar töpuðu í Sviss í fyrstu umferð
Mynd: EPA

Leikurinn í dag er í 2. umferð Sambandsdeildarinnar en Breiðablik tapaði 3-0 á útivelli gegn Lausanne í Sviss í fyrstu umferðinni.

   02.10.2025 18:42
Sambandsdeildin: Breiðablik tapaði í Sviss

Fyrir leik
Finnsku meistararnir
Mynd: EPA

KuPS er ríkjandi meistari í Finnlandi og þá er liðið á barmi þess að tryggja sér sinn áttunda meistaratitil. Liðið er með eitt stig í Sambandsdeildinni eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn Drita í fyrstu umferð.
Fyrir leik
Dommer: Dómarateymi leiksins kemur frá Danmörku en aðaldómari er Sandi Putros sem hefur áður dæmt hér á landi og lent í ýmsum ævintýrum.

   09.07.2021 17:00
Spilaði með gula spjaldið í hendinni í Garðabæ

Dómari: Sandi Putros DAN
AD1: Deniz Yurdakul DAN
AD2: Steffen Beck Bramsen DAN
4ði dómari: Aydin Uslu DAN
VAR dómari: Mads-Kristoffer Kristoffersen DAN
Aðstoðar VAR: Michael Tykgaard DAN
Fyrir leik
Sambandsdeildin heilsar!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Iðagrænt hybrid gras Laugardalsvallar tekur á móti manni þennan októberdag. Framundan er leikur Breiðabliks og finnsku meistarana í Kuopion Palloseura í 2. umferð Sambandsdeildarinnar stórskemmtilegu.

Miðað við stuðla veðbanka má búast við mjög jöfnum leik. Epicbet er með stuðulinn 2,24 á sigur Blika en 2,80 á sigur KuPS. Jafntefli fær stuðulinn 3,90.
Byrjunarlið:
1. Johannes Kreidl (m)
4. Paulo Ricardo
6. Saku Savolainen
8. Petteri Pennanen ('65)
9. Piotr Parzyszek ('77)
10. Doni Arifi ('60)
13. Jaakko Oksanen
15. Ibrahim Cissé
24. Bob Nii Armah ('46)
34. Otto Ruoppi
35. Paulius Golubickas ('46)

Varamenn:
12. Aatu Hakala (m)
37. Miilo Pitkänen (m)
7. Jerry Voutilainen
11. Agon Sadiku ('65)
14. Samuel Pasanen ('60)
16. Samuli Miettinen
17. Arttu Heinonen
20. Mohamed Toure ('46)
21. Joslyn Luyeye-Lutumba ('77)
22. Pa Konate
23. Arttu Lötjönen
25. Clinton Antwi ('46)
28. Sadat Seidu
32. Rasmus Tikkanen
33. Taneli Hämäläinen

Liðsstjórn:
Jarkko Wiss (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Mohamed Toure ('92)