PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 22. október 2025 18:19
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir finnsku meisturunum Kuopion Palloseura, betur þekkt sem KuPS, í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn verður á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:45 en þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, sem tók við á mánudag eftir að Halldór Árnason var nokkuð óvænt látinn taka pokann sinn.

Ólafur Ingi ræddi við Fótbolta.net eftir fréttamannafund á Laugardalsvelli í dag. Hlutirnir hafa gerst hratt og skyndilega er Evópuleikur handan við hornið. Ólafur fer beint í djúpu laugina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og skemmtilegur leikur að byrja á," segir Ólafur. Er komið að fyrsta sigri Breiðabliks í Sambandsdeildinni?

„Vonandi. Við stefnum klárlega á það. Við erum að mæta mjög góðu liði. En þetta er eitt af þeim liðum sem við teljum okkur eiga góða möguleika á að gera eitthvað á móti."

Er ekki skrítið hversu hratt þetta hefur verið að gerast, og vera allt í einu mættur á fréttamannafund á Laugardalsvelli?

„Jú, þetta er alveg pínu súrrealískt allt saman. Ég neita því ekki en þetta er skemmtilegt. Það hefur verið tekið vel á móti mér. Það hefur verið mikið að gera þessa daga en ótrúlega skemmtilegt," segir Ólafur.

Skynjar ekki að menn séu litlir í sér
Hvernig skynjar þú andann í hópnum, er sjálfstraustið lágt?

„Ég skynja það ekki þannig. Kannski eðlilegt að þú spyrjir. Það hefur verið pínu brekka undanfarnar vikur en ég skynja ekki að menn séu eitthvað litlir í sér. Ég skynja orku og að menn séu tilbúnir í verkefni morgundagsins," segir Ólafur Ingi.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Óli meðal annars um mótherja morgundagsins, nýjan mann í þjálfarateyminu, mikilvægi stuðningsmanna og leikinn mikilvægu við Stjörnuna á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner