Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
   mið 22. október 2025 18:19
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir finnsku meisturunum Kuopion Palloseura, betur þekkt sem KuPS, í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn verður á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:45 en þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, sem tók við á mánudag eftir að Halldór Árnason var nokkuð óvænt látinn taka pokann sinn.

Ólafur Ingi ræddi við Fótbolta.net eftir fréttamannafund á Laugardalsvelli í dag. Hlutirnir hafa gerst hratt og skyndilega er Evópuleikur handan við hornið. Ólafur fer beint í djúpu laugina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og skemmtilegur leikur að byrja á," segir Ólafur. Er komið að fyrsta sigri Breiðabliks í Sambandsdeildinni?

„Vonandi. Við stefnum klárlega á það. Við erum að mæta mjög góðu liði. En þetta er eitt af þeim liðum sem við teljum okkur eiga góða möguleika á að gera eitthvað á móti."

Er ekki skrítið hversu hratt þetta hefur verið að gerast, og vera allt í einu mættur á fréttamannafund á Laugardalsvelli?

„Jú, þetta er alveg pínu súrrealískt allt saman. Ég neita því ekki en þetta er skemmtilegt. Það hefur verið tekið vel á móti mér. Það hefur verið mikið að gera þessa daga en ótrúlega skemmtilegt," segir Ólafur.

Skynjar ekki að menn séu litlir í sér
Hvernig skynjar þú andann í hópnum, er sjálfstraustið lágt?

„Ég skynja það ekki þannig. Kannski eðlilegt að þú spyrjir. Það hefur verið pínu brekka undanfarnar vikur en ég skynja ekki að menn séu eitthvað litlir í sér. Ég skynja orku og að menn séu tilbúnir í verkefni morgundagsins," segir Ólafur Ingi.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Óli meðal annars um mótherja morgundagsins, nýjan mann í þjálfarateyminu, mikilvægi stuðningsmanna og leikinn mikilvægu við Stjörnuna á sunnudaginn.
Athugasemdir