City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 18:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Breiðablik tapaði í Sviss
Mynd: EPA
Lausanne 3 - 0 Breiðablik
1-0 Beyatt Lekoueiry ('7 )
2-0 Theo Bair ('11 )
3-0 Gaoussou Diakite ('33 )
Lestu um leikinn

Breiðablik hóf leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld þegar liðið heimsótti Lausanne frá Sviss.

Breiðablik byrjaði leikinn betur, strax á fimmtu mínútu átti Valgeir Valgeirsson skot rétt fyrir utan teiginn en skotið vel yfir markið. Strax í kjölfarið komst Kristófer Ingi Kristinsson í góða stöðu en náði ekki valdi á boltanum.

Heimamenn náðu að refsa illilega. Beyatt Lekoueiry kom liðinu yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf. Theo Bair tvöfaldaði forystu heimamanna stuttu síðar þegar hann vippaði boltanum yfir Anton Ara Einarsson eftir langa sendingu fram völlinn.

Heimamenn náðu góðum tökum á leiknum og skoruðu þriðja markið eftir rúmlega hálftíma leik. Gabriel Sigua brunaði fram völlinn eftir hornspyrnu frá Blikum og renndi boltanum á Gaoussou Diakite sem skoraði á opið markið. Hann virtist vera rangstæður en eftir langa skoðun í VAR fékk markið að standa.

Seinni hálfleikur var mjög rólegur og tap Blika staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner