PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 22. október 2025 18:01
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Frá æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Frá æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa verið tíðindamiklir dagar í Kópavoginum en Halldór Árnason var rekinn sem þjálfari Breiðabliks á mánudaginn og Ólafur Ingi Skúlason hætti með U21 landsliðið til að taka við starfinu.

Strax á morgun er fyrsti leikur Blika undir stjórn Ólafs en liðið tekur á móti KuPS á Laugardalsvelli í Sambandsdeild Evrópu. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Fyrsta spurning var út í viðbrögð leikmanna þegar stóru fréttirnar bárust á mánudaginn.

„Auðvitað var þetta sjokk inn í hópinn. Þetta hefur verið viðburðarík vika en það er stutt í risaleik í deildarkeppni í Evrópu. Hópurinn er í dag með einbeitingu á leikinn á morgun og að skapa smá stemningu inn í þessa deildarkeppni," segir Höskuldur.

„Ég get ekki talað fyrir allan hópinn en þetta var sjokkerandi. Við bjóðum bara Óla velkominn. Frábær þjálfari og toppmaður. Nú er það okkar að þétta okkur á bak við hann og sýna á morgun að við höfum trú á þessu verkefni."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

Hvernig hefur Óli komið inn í þetta fyrstu dagana?

„Hann hefur fengið tvær æfingar. Hann kemur á góðum forsendum inn í þetta, þetta er of skarpur tími til að ætla að umturna einhverju. Hann er að stilla þessu upp þannig að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að skapa stemningu fyrir þessa keppni."

„Við ætlum að fara út á völl á morgun og sækja til sigurs. Það er okkar hugarfar fyrir leikinn. Ég held að þetta lið sé sambærilegt við bestu lið á Íslandi. Við komum hugrakkir í þennan leik."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Höskuldur meðal annars um úrslitaleikinn gegn Stjörnunni um Evrópusæti sem verður á sunnudag og um að spila á Laugardalsvelli á morgun.
Athugasemdir
banner