Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mið 22. október 2025 18:01
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Frá æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Frá æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa verið tíðindamiklir dagar í Kópavoginum en Halldór Árnason var rekinn sem þjálfari Breiðabliks á mánudaginn og Ólafur Ingi Skúlason hætti með U21 landsliðið til að taka við starfinu.

Strax á morgun er fyrsti leikur Blika undir stjórn Ólafs en liðið tekur á móti KuPS á Laugardalsvelli í Sambandsdeild Evrópu. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Fyrsta spurning var út í viðbrögð leikmanna þegar stóru fréttirnar bárust á mánudaginn.

„Auðvitað var þetta sjokk inn í hópinn. Þetta hefur verið viðburðarík vika en það er stutt í risaleik í deildarkeppni í Evrópu. Hópurinn er í dag með einbeitingu á leikinn á morgun og að skapa smá stemningu inn í þessa deildarkeppni," segir Höskuldur.

„Ég get ekki talað fyrir allan hópinn en þetta var sjokkerandi. Við bjóðum bara Óla velkominn. Frábær þjálfari og toppmaður. Nú er það okkar að þétta okkur á bak við hann og sýna á morgun að við höfum trú á þessu verkefni."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

Hvernig hefur Óli komið inn í þetta fyrstu dagana?

„Hann hefur fengið tvær æfingar. Hann kemur á góðum forsendum inn í þetta, þetta er of skarpur tími til að ætla að umturna einhverju. Hann er að stilla þessu upp þannig að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að skapa stemningu fyrir þessa keppni."

„Við ætlum að fara út á völl á morgun og sækja til sigurs. Það er okkar hugarfar fyrir leikinn. Ég held að þetta lið sé sambærilegt við bestu lið á Íslandi. Við komum hugrakkir í þennan leik."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Höskuldur meðal annars um úrslitaleikinn gegn Stjörnunni um Evrópusæti sem verður á sunnudag og um að spila á Laugardalsvelli á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner