Það hafa verið tíðindamiklir dagar í Kópavoginum en Halldór Árnason var rekinn sem þjálfari Breiðabliks á mánudaginn og Ólafur Ingi Skúlason hætti með U21 landsliðið til að taka við starfinu.
Strax á morgun er fyrsti leikur Blika undir stjórn Ólafs en liðið tekur á móti KuPS á Laugardalsvelli í Sambandsdeild Evrópu. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag.
Fyrsta spurning var út í viðbrögð leikmanna þegar stóru fréttirnar bárust á mánudaginn.
„Auðvitað var þetta sjokk inn í hópinn. Þetta hefur verið viðburðarík vika en það er stutt í risaleik í deildarkeppni í Evrópu. Hópurinn er í dag með einbeitingu á leikinn á morgun og að skapa smá stemningu inn í þessa deildarkeppni," segir Höskuldur.
„Ég get ekki talað fyrir allan hópinn en þetta var sjokkerandi. Við bjóðum bara Óla velkominn. Frábær þjálfari og toppmaður. Nú er það okkar að þétta okkur á bak við hann og sýna á morgun að við höfum trú á þessu verkefni."
Strax á morgun er fyrsti leikur Blika undir stjórn Ólafs en liðið tekur á móti KuPS á Laugardalsvelli í Sambandsdeild Evrópu. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag.
Fyrsta spurning var út í viðbrögð leikmanna þegar stóru fréttirnar bárust á mánudaginn.
„Auðvitað var þetta sjokk inn í hópinn. Þetta hefur verið viðburðarík vika en það er stutt í risaleik í deildarkeppni í Evrópu. Hópurinn er í dag með einbeitingu á leikinn á morgun og að skapa smá stemningu inn í þessa deildarkeppni," segir Höskuldur.
„Ég get ekki talað fyrir allan hópinn en þetta var sjokkerandi. Við bjóðum bara Óla velkominn. Frábær þjálfari og toppmaður. Nú er það okkar að þétta okkur á bak við hann og sýna á morgun að við höfum trú á þessu verkefni."
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 KuPS
Hvernig hefur Óli komið inn í þetta fyrstu dagana?
„Hann hefur fengið tvær æfingar. Hann kemur á góðum forsendum inn í þetta, þetta er of skarpur tími til að ætla að umturna einhverju. Hann er að stilla þessu upp þannig að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að skapa stemningu fyrir þessa keppni."
„Við ætlum að fara út á völl á morgun og sækja til sigurs. Það er okkar hugarfar fyrir leikinn. Ég held að þetta lið sé sambærilegt við bestu lið á Íslandi. Við komum hugrakkir í þennan leik."
Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Höskuldur meðal annars um úrslitaleikinn gegn Stjörnunni um Evrópusæti sem verður á sunnudag og um að spila á Laugardalsvelli á morgun.
Athugasemdir