Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL 1
1
Þróttur R.
Víkingur Ó.
2
0
KFA
Björn Axel Guðjónsson '20 1-0
Eyþór Örn Eyþórsson '59 2-0
21.07.2024  -  12:00
Ólafsvíkurvöllur
2. deild karla
Aðstæður: Smá hvasst en hlýtt og sólskín
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Maður leiksins: Björn Axel Guðjónsson
Byrjunarlið:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('42)
2. Gabriel Þór Þórðarson
4. Daði Kárason
6. Anel Crnac
8. Arnór Siggeirsson
9. Björn Axel Guðjónsson
11. Luis Romero Jorge
16. Ingvar Freyr Þorsteinsson
23. Ivan Rodrigo Moran Blanco
80. Gary Martin

Varamenn:
1. Stefán Óli Hallgrímsson (m)
7. Luke Williams
14. Brynjar Óttar Jóhannsson
17. Eyþór Örn Eyþórsson ('42)
18. Leó Örn Þrastarson
25. Ellert Gauti Heiðarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristján Björn Ríkharðsson
Einar Magnús Gunnlaugsson
Aron Gauti Kristjánsson
Ólafur Helgi Ólafsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('36)
Gabriel Þór Þórðarson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ólsarar vinna toppbaráttuslaginn! Skemmtilegur leikur þar sem Víkingur Ólafsvík tekur öll stigin. Frábær leikur hjá þeim en ekki alveg eins hjá KFA.

Skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
95. mín
Geir tekur spyrnuna inn á teiginn sem endar ofan á markinu.
94. mín
KFA fær horn!
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn!
87. mín
Fáum við drama? Það þarf ekki nema eitt mark til að þessi leikur opnist alveg upp á gátt.

Fáum við eitthvað drama og einhver læti hér í lokin?
84. mín
Gary Martin tekur spyrnuna og tekur laust og lélegt skot sem fer beint á Dodda í markinu og núna sækja KFA-menn hratt!
84. mín Gult spjald: Patrekur Aron Grétarsson (KFA)
Víkingar að fá aukaspyrnu Brýtur á sér út við hliðarlínu.
81. mín
Inn:Imanol Vergara Gonzalez (KFA) Út:Matheus Bettio Gotler (KFA)
81. mín Gult spjald: Mikael Nikulásson (KFA)
Brjálaður Mikael KFA fékk innkast og gátu sótt hratt en dómarinn stoppar leikinn svo KFA gæti skipt.

Mikael skiljanlega allt annað en sáttur og vildi láta leikinn halda áfram svo þeir gætu mögulega sótt hratt en hann fær ekki sína ósk uppfyllta og tryllist út í AD1.

Hann var búinn að fá viðvörun en fær spjaldið núna.
80. mín
KFA vill víti! Jón Breki fellur við í teig Víkings og KFA-menn vilja víti.

Atli Haukur hristir bara hausinn.
78. mín
Björn Axel allt í öllu í sóknarleik Víkings Björn Axel keyrir inn á teig KFA og nær góðu skoti á markið sem Doddi gerir vel í að verja og heldur boltanum.

Ólsarar eru ekkert ólíklegir að bæta bara við.
77. mín
Eiður Orri kemur með góðan bolta inn á teig sem fellur fyrir Patrek Aron inni á teignum sem á ágætis skot í hliðarnetið.
74. mín
Viðvörun á bekk KFA Mikael Nikulásson kvartar í AD1 og fær tilkall en ekki spjald frá Atla.

Sá ekki hvað hann var ósáttur með en hann var allt annað en sáttur.
72. mín
Inn:Mykolas Krasnovskis (KFA) Út:Ólafur Bernharð Hallgrímsson (KFA)
Ég sé engan númer 19 á leikskýrslu en mér sýnist þetta vera Mykolas.
72. mín
Inn:Jón Breki Guðmundsson (KFA) Út:Þór Sigurjónsson (KFA)
71. mín
Færi! Eiður Orri fær góðan bolta inn á teig frá Geir. Hann gerir vel að halda boltanum í leik og kemur með hættulegan bolta fyrir markið. Þar er Julio Cesar mættur en nær ekki að pota boltanum inn.

Hann hefur verið svo nálægt því að skora í dag en þarna var hann bara nokkrum sentmetrum frá því!
68. mín
Eðlileg þróun Seinni hálfleikurinn hefur þróast bara eins og menn bjuggust við. KFA mikið meira með boltann og eru að stjórna leiknum þannig en Ólsarar hafa fengið færin.

Heimamenn eru verjast frábærlega og beita góðum og hættilegum skyndisóknum sem hefur meðal annars skilað einu marki.
64. mín
Þetta mikilvæga þriðja mark Næsta mark leiksins er ekkert smá mikilvægt. Skyldi Víkingur skora væru þeir endanlega að ganga frá þessu en ef gestirnir minnka muninn verða þetta mjög áhugaverðar loka mínútur.

Ég sé allavegana tvö mörk eftir þessum leik!
59. mín MARK!
Eyþór Örn Eyþórsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Björn Axel Guðjónsson
Þeir fara upp í skyndisókn og skora! Ólsarar refsa Austfirðingunum!

Ólsarar keyra upp í skyndisókn eftir hornspyrnu frá gestunum. Þeri eru komnir 3 á 1 við vítateig gestanna. Björn Axel keyrir inn á teiginn setur hann til hliðar á Eyþór sem nær föstu skoti á markið af stuttu færi. Það leit fyrst allt út fyrir að Doddi væri að fara að verja stórglæsilega en boltinn lak hægt og rólega í netið.

Ekkert smá stórt mark fyrir Víking Ólafsvík en rándýrt fyrir KFA.
58. mín
Heiðar Snær tekur spyrnuna á fjærsvæðið sem Ólsarar verjast vel og fara upp í sókn!
58. mín
KFA að fá hornspyrnu!
56. mín
KFA-menn sækja! Löng sókn KFA sem Ólsarar verjast príðilega. Þetta var eiginlega bara skothríð þar sem varamaðurinn Julio Cesar var allt í öllu en hann fór illa að ráði sínu og mistókst að skora í fleiri en einni tilraun.

Alvöru hjarta samt sem áður í þessum varnarleik Víkinga!
50. mín
Sláin! Björn Axel með hörkuskot fyrir utan teig KFA sem fer í þverslána og aftur fyrir.

Tréverkið er ennþá að hristast!
46. mín
Inn:Patrekur Aron Grétarsson (KFA) Út:Birkir Ingi Óskarsson (KFA)
46. mín
Inn:Julio Cesar Fernandes (KFA) Út:Eiður Orri Ragnarsson (KFA)
Breyting í hálfleik hjá gestunum.
46. mín
Seinni hafinn! Þá er seinni hálfleikurinn hafinn og það eru gestirnir sem byrja með boltann.

Þetta verður fróðlegur seinni hálfleikur.
45. mín
Hálfleikur
Ólsarar leiða í hálfleik! Þá hefur Atli Haukur flautað til hálfleiks og líklega eru þetta bara sanngjarnar hálfleikstölur.

KFA-menn byrjuðu betur og fengu dauðafæri alveg í byrjun leiks. En Ólsarar hafa náð að vinna sig til baka inn í leikinn og leiða í hálfleik eftir mark frá Birni Axeli.
45. mín Gult spjald: Gabriel Þór Þórðarson (Víkingur Ó.)
44. mín
So far er ég bara búinn að telja einn þjálfara á vellinum sem er að þjálfa lið í Bónus deild karla í körfubolta.
42. mín
Inn:Eyþór Örn Eyþórsson (Víkingur Ó.) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
38. mín
Ef allir leikmenn vallarins væru með líkamstjáningu Gary John Martin væri það líklega neikvæðasta lið landsins.

Sá getur kvartað og kveinað yfir minnstu hlutum. Þá aðalega út í samherja sína.
36. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Fyrsti maðurinn í svörtu bókina hjá Atla.
35. mín
Ingvar Freyr tekur spyrnuna inn á teiginn sem Þór Sigurjóns skallar frá.
35. mín
Ólsarar að fá horn!
34. mín
Leikurinn er sýndur Sorrý með mig en leikurinn er jú víst sýndur.

Leikurinn er sýndur hérna!
33. mín
Sóknarbrot dæmt á Ólsara í horninu.
32. mín
Ólsarar fá horn!
26. mín
Dauðafæri! Frábært færi hjá Ólsurum sem fer forgörðum!

Það kemur langur og hár bolti upp völlinn inn á teig KFA sem Gary Martin skallar niður til hliðar á Þorstein Má. Hann er þá kominn í frábæra stöðu inni í teig gestanna og tekur skotið í fyrsta sem fer hins vegar út í sundlaug.

Vonandi voru allir inni í gufunni!

Gary Martin, eðlilega, allt annað en sáttur með liðsfélaga sinn þarna!
26. mín
Leikurinn ekki sýndur Ég finn ekki leikinn í gamla góða VEO live appinu.
20. mín MARK!
Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.)
Eða ekki! Allt sem ég sagði hér á undan er bara bull!

Björn Axel ákvað að skora í dag þegar hann vaknaði í morgun. Fær boltann fyrir utan vítateig gestanna, keyrir inn á hann og frábæru skoti í nærhornið sem endar í netinu. Alls ekki varnarleikur upp á marga fiska þarna hjá gestunum!

KFA-menn eru allt annað en sáttir en þeir vildu meina að brotið hafi verið á Khalok í aðdragandanum. Mér fannst þetta verið brot fyrst en Atil Haukur var í ágætri stöðu til að sjá þetta.
20. mín
Allt með kyrrum kjörum Leikurinn hefur róas dálítið. Ég myndi þó segja að gestirnir hafa byrjað betur. En núna eru þessar klassísku 20 mínútur liðnar og þá eiga línurnar að fara að skýrast fljótlega.
13. mín
Hornspyrnan var slök og það kom lítið sem ekkert úr henni.
12. mín
Næstum því sjálfsmark! Þorsteinn Ragnar keyrir upp hægri kantinn og kemur með góðan bolta fyrir á Gary Martin en Arek gerir vel og kemst fyrir sendinguna og setur boltann aftur fyrir í horn.

Það munaði litlu að hann hafi sett boltann í sitt eigið net þarna!
8. mín
Svona sé ég þetta Víkingur Ólafsvík (4-2-3-1)
Ómar
Gabriel - Daði - Ivan - Anel
Ingvar - Arnór
Þorsteinn - Luis - Björn
Gary

KFA (4-1-2-3)
Þórður
Þór - Arek - Geir - Ólafur
Eggert
Gotler - Birkir
Khalok - Eiður - Heiðar
3. mín
Dauðafæri! Eiður Orri fær góðan bolta í gegnum vörn Víkinga frá Þóri Sigurjóns og gerir vel á boltanum. Hann keyrir í átt að teignum og leggur hann til hliðar á Heiðar Snæ sem er kominn einn gegn Ómari í markinu en skotið hans fer í stöngina og útaf.

Frábær byrjun á leiknum hjá gestunum!
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang en það eru Víkingar sem hefja hér leik og sækja í átt að Patreksfirði. Gestirnir sækja í átt að Reykjavík.

Heimamenn leika í bláum treyjum, bláum stuttbuxum og bláum sokkum.

Gestirnir leika í rauðum treyjum, svörtum stuttbuxum og rauðum sokkum.
Fyrir leik
Rikki G í liðstjórn gestanna Mjög áhugavert að sjá að það eru einungis tveir aðilar á liðstjórn hjá Austfirðingunum. Annar þeirra er Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, en hann er einmitt hlaðvarpsfélagi þjálfara KFA, Mikael Nikulássonar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Mættur Þá er maður mættur í Ólafsvík og þó það sé örlítið hvasst þá skín sólin allavegana og það er heldur hlýtt.

Mynd: Sölvi Haraldsson

Fyrir leik
Liðin klár! Byrjunarliðin eru komin í hús en hægt er að skoða þau hægra meginn og vinstra meginn á skjánum, ef þú ert í tölvu.

Ef þú ert að lesa lýsinguna í gegnum farsíma smellir þú á ‘liðsuppstilling’ fyrir neðan það lið sem þú vilt skoða.
Fyrir leik
2. deildin er spennandi 1. Selfoss, 29 stig
2. KFA, 25 stig
3. Víkingur Ó, 23 stig
4. Þróttur V, 19 stig
5. Völsungur, 19 stig
6. Haukar, 17 stig
7. Ægir, 15 stig
8. Höttur/Huginn, 15 stig
9. Kormákur/Hvöt, 15 stig
10. KFG, 12 stig
11. KF, 8 stig
12. Reynir Sandgerði, 8 stig
Fyrir leik
Ástríðan er víða! Það er einnig leikið í 3. deildinni í dag en ritstjórinn sjálfur, Elvar Geir, verður á Nesfisk-vellinum þegar 6 stiga toppbaráttuslagur Víðis og Árbæjar fer fram. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í þeim leik með því að smella á hlekkinn hér að neðan en sá leikur byrjar klukkan 14:00.

Víðir - Árbær, BEIN TEXTALÝSING

Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Fyrir leik
Heil umferð í 2. deildinni! 13. umferð 2. deildar karla fór af stað með botnbaráttuslag Reynis Sandgerði og Kormákar/Hvöt á föstudaginn en í dag klárast hún með 5 leikjum en þessi ofur sunnudagur byrjar á risaslag hér í Ólafsvík.

Föstudagur, 19. júlí
Reynir S. 0 - 1 Kormákur/Hvöt
0-1 Artur Jan Balicki ('68 )

Sunnudagur, 21. júlí
12:00 Víkingur Ó.-KFA (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 KF-Ægir (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Höttur/Huginn-Þróttur V. (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Haukar-KFG (BIRTU völlurinn)
14:00 Selfoss-Völsungur (JÁVERK-völlurinn)
Fyrir leik
Leikir liðanna Frá því að KFA var stofnað fyrir tímabilið 2022 hafa þessi lið mæst alls 6 sinnum. 5 sinnum í deild og einu í sinni í .net bikarnum. Í fyrra mætust liðin einmitt þrisvar sinnum þar sem þau drógust saman í .net bikarnum og þar unnu KFA einmitt 2-1 sigur.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1-2 KFA Í fyrra vann KFA fyrri leik liðanna í deildinni en seinni leikurinn fór jafntefli. Í fyrri leik liðanna í sumar gerðu liðin 2-2 jafntefli eftir að KFA-menn komust í 2-0.

Leikir: 6
Víkingur Ó. sigrar: 1 (17%)
Jafntefli: 2 (33%)
KFA sigrar: 3 (50%)

Mynd: Fjarðabyggð
Fyrir leik
Baldvin spáir í spilin Ég fékk þjálfara FC Árbæ, Baldvin Má Borgarsson, til að rýna í kristalskúluna frægu en hann sér þar alvöru leik þar sem Ólsarar munu hirða öll stigin.

Víkingur Ólafsvík 3-2 KFA
Þetta verður sturlaður fótboltaleikur tveggja góðra liða. Spennustigið hátt og mikið undir. Ólsarar fara eftir fyrirmælum þjálfarans og mæta með mikla orku og ástríðu í leikinn og hirða fáránlega mikilvæg þrjú stig, Baxel setur tvö og Anel Crnac stangar winner í netið seint í leiknum. Julio Cesar og Marteinn skora fyrir gestina. Karmað bítur Mæk vin minn í rassinn fyrir að hafa logið því í Þungavigtinni að 0,1 tonnið hafi hagað sér eins og fífl og hann fær reisupassann frá Atla Hauk og missir 2. sætið í hendur Ólsara.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Atli Haukur Arnarsson sér um að stýra flautukonsertinu í dag en honum til halds og trausts verða þeir Óliver Thanh Tung Vú og Rögnvaldur Þ Höskuldsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Þorsteinn Ólafs.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Austfirðingar á siglingu Eftir kannski smá rólega byrjun á mótinu hafa KFA menn heldur betur vaknað og eru á blússandi siglingu í dag. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og eru í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Selfossar.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Svara þeir fyrir vonbrigðin undir lokin í fyrra?
KFA-menn voru hársbreidd frá því að komast upp í Lengjudeildina í fyrra. Lærisveinar Mikaels Nikulássonar voru taplausir um verslunarmannahelgina og komnir í frábæra stöðu í deildinni.

Hins vegar þegar tvær umferðir voru eftir voru þeir aðeins þremur stigum á undan ÍR-ingum en með mun verri markatölu og áttu meira að segja leikinn gegn ÍR-ingum í Mjóddinni eftir. Hann fór fram þann 9. september síðastliðinn. KFA byrjuðu leikinn vel og voru í draumalandi framan að. Þeir komust yfir í 2-0 eftir kortersleik en ÍR-ingar unnu magnaðan 4-2 sigur á endanum eftir að hafa minnkað muninn í 2-1 rétt fyrir hálfleik.

Mikael Nikulásson skrifaði undir eins árs samning við KFA fyrir tímabilið í ár en hann hefur verið að gera frábæra hluti með liðið. Hann hefur fengið góða menn austur og myndað gott lið. Nær hann og hans menn að svara fyrir vonbrigðin undir lok móts í fyrra?




Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ólsarar kaldir Eftir frábæra byrjun Ólsara á tímabilinu hafa þeir tapað tveimur leikjum í röð, einum í .net bikarnum og einum í deildinni. Þeir voru taplausir framan að móti en töpuðu sínum fyrsta deildarleik seinustu helgi á Húsavík gegn Völsungi og síðan aftur í vikunni í .net bikarnum gegn 3. deildarliði Árbæjar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Töpuðu óvænt í bikarnum í vikunni
Víkingur Ólafsvík léku gegn FC Árbæ í Breiðholtinu í vikunni í 16-liða úrslitum fótbolta.net bikarsins og töpuðu þar óvænt 3-2 eftir frekar dramatískan endi. Ólsarar lentu undir í fyrri hálfleik en jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks.

Þegar uppbótartíminn var rúmlega hálfnaður skoruðu Árbæingar en nokkrum sekúndum síðar bættu þeir við í 3-1. Mikið högg fyrir Ólsarana sem létu það reyndar ekki stoppa sig alveg og minnkuðu muninn í 3-2 alveg í blálokin.

Það reyndist of seint þar sem tíminn var nánast liðinn og Ólsarar duttu því óvænt úr leik í þeirri yngstu og sprækustu. Væntanlega mikil vonbrigði þar sem þeir voru eitt af líklegustu liðunum til að fara alla leið á Laugardalsvöll en núna geta þeir einbeitt sér alveg að deildinni.
Fyrir leik
Risaleikur í toppbaráttunni! Verið hjartanlega velkomin í Ólafsvík!

Hér fer fram risaleikur í toppbaráttu 2. deildarinnar þar sem Víkingur Ólafsvík fær KFA í heimsókn. Ólsarar sitja í 3. sætinu og KFA í 2. sætinu, aðeins tvö stig á milli þeirra en Víkingur er með aðeins betri markatölu.

Þetta verður veisla!

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Byrjunarlið:
38. Þórður Ingason (m)
Eggert Gunnþór Jónsson
3. Geir Sigurbjörn Ómarsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
8. Matheus Bettio Gotler ('81)
11. Ólafur Bernharð Hallgrímsson ('72)
14. Þór Sigurjónsson ('72)
16. Birkir Ingi Óskarsson ('46)
21. Heiðar Snær Ragnarsson
23. Eiður Orri Ragnarsson ('46)
99. Abdelhadi Khalok

Varamenn:
1. Danny El-Hage (m)
5. Imanol Vergara Gonzalez ('81)
6. Dagur Þór Hjartarson
9. Julio Cesar Fernandes ('46)
15. Jón Breki Guðmundsson ('72)
22. Patrekur Aron Grétarsson ('46)
27. Mykolas Krasnovskis ('72)

Liðsstjórn:
Mikael Nikulásson (Þ)
Ríkharð Óskar Guðnason

Gul spjöld:
Mikael Nikulásson ('81)
Patrekur Aron Grétarsson ('84)

Rauð spjöld: