Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórður Ingason í KFA (Staðfest)
Þórður Ingason fagnar sigrinum gegn Fram.
Þórður Ingason fagnar sigrinum gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Þórður Ingason er genginn í raðir KFA, er kominn með félagaskipti til félagsins.

Þórður lagði hanskana á hilluna í vetur eftir fimm ár með Víkingi þar sem hann varð fjórum sinnum bikarmeistari og tvisvar sinnum Íslandsmeistari.

Þórður var á skýrslu hjá Víkingi sem aðstoðarþjálfari í fyrstu tveimur umferðunum þar sem markmannsþjálfarinn Hajrudin Cardaklija tók út leikbann.

Þórður er 36 ára og hefur á sínum ferli spilað með Víkingi, Fjölni, BÍ/Bolungarvík og KR. Hann var ungur að árum á mála hjá Everton.

KFA er í 2. deild og hefst tímabilið þar eftir tvær vikur. KFA á leik í 1. umferð gegn Þrótti Vogum þann 4. maí. Sá leikur fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og Eggert Gunnþór Jónsson er spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner