Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   þri 08. ágúst 2023 23:25
Elvar Geir Magnússon
Mikael: Hefði frekar viljað tapa 3-2 en fara í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum ánægðir með að vera komnir áfram," segir Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, sem vann 2-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins í kvöld.

Að hans mati var leikurinn kaflaskiptur en hans menn betri stærstan hluta hans. Víkingur Ólafsvík komst nálægt því að jafna í lokin og koma leiknum í framlengingu.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  2 KFA

„Við gáfum þeim dauðafæri í restina og það hefði verið hræðilegt ef þeir hefðu skorað þar. Ég hefði frekar viljað tapa 3-2 en að fara með þetta í framlengingu, með þrjá leiki framundan á laugardag, miðvikudag og sunnudag. Framlenging hefði verið hrikaleg en sem betur fer rann hann."

KFA er á toppi 2. deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

„Leikurinn gegn Njarðvík í bikarnum er eini leikurinn sem við höfum tapað, við getum verið stoltir af því en það er ekkert komið. Við erum ekki búnir að vinna neitt. En þegar þú tapar ekki leikjum þá er það góður vani."

Mikael kemur víða við í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan, talar meðal annars um samkeppnina í liðinu, lokakafla tímabilsins, af hverju hann var í stúkunni í fyrri hálfleik í kvöld og kallar eftir betri aðstöðu fyrir austan og að fyrirtæki á svæðinu styrki fótboltann af meiri krafti.
Athugasemdir
banner
banner