Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   þri 08. ágúst 2023 23:25
Elvar Geir Magnússon
Mikael: Hefði frekar viljað tapa 3-2 en fara í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum ánægðir með að vera komnir áfram," segir Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, sem vann 2-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins í kvöld.

Að hans mati var leikurinn kaflaskiptur en hans menn betri stærstan hluta hans. Víkingur Ólafsvík komst nálægt því að jafna í lokin og koma leiknum í framlengingu.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  2 KFA

„Við gáfum þeim dauðafæri í restina og það hefði verið hræðilegt ef þeir hefðu skorað þar. Ég hefði frekar viljað tapa 3-2 en að fara með þetta í framlengingu, með þrjá leiki framundan á laugardag, miðvikudag og sunnudag. Framlenging hefði verið hrikaleg en sem betur fer rann hann."

KFA er á toppi 2. deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

„Leikurinn gegn Njarðvík í bikarnum er eini leikurinn sem við höfum tapað, við getum verið stoltir af því en það er ekkert komið. Við erum ekki búnir að vinna neitt. En þegar þú tapar ekki leikjum þá er það góður vani."

Mikael kemur víða við í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan, talar meðal annars um samkeppnina í liðinu, lokakafla tímabilsins, af hverju hann var í stúkunni í fyrri hálfleik í kvöld og kallar eftir betri aðstöðu fyrir austan og að fyrirtæki á svæðinu styrki fótboltann af meiri krafti.
Athugasemdir
banner