Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 08. ágúst 2023 23:25
Elvar Geir Magnússon
Mikael: Hefði frekar viljað tapa 3-2 en fara í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum ánægðir með að vera komnir áfram," segir Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, sem vann 2-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins í kvöld.

Að hans mati var leikurinn kaflaskiptur en hans menn betri stærstan hluta hans. Víkingur Ólafsvík komst nálægt því að jafna í lokin og koma leiknum í framlengingu.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  2 KFA

„Við gáfum þeim dauðafæri í restina og það hefði verið hræðilegt ef þeir hefðu skorað þar. Ég hefði frekar viljað tapa 3-2 en að fara með þetta í framlengingu, með þrjá leiki framundan á laugardag, miðvikudag og sunnudag. Framlenging hefði verið hrikaleg en sem betur fer rann hann."

KFA er á toppi 2. deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

„Leikurinn gegn Njarðvík í bikarnum er eini leikurinn sem við höfum tapað, við getum verið stoltir af því en það er ekkert komið. Við erum ekki búnir að vinna neitt. En þegar þú tapar ekki leikjum þá er það góður vani."

Mikael kemur víða við í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan, talar meðal annars um samkeppnina í liðinu, lokakafla tímabilsins, af hverju hann var í stúkunni í fyrri hálfleik í kvöld og kallar eftir betri aðstöðu fyrir austan og að fyrirtæki á svæðinu styrki fótboltann af meiri krafti.
Athugasemdir
banner
banner