Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   þri 08. ágúst 2023 23:25
Elvar Geir Magnússon
Mikael: Hefði frekar viljað tapa 3-2 en fara í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum ánægðir með að vera komnir áfram," segir Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, sem vann 2-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins í kvöld.

Að hans mati var leikurinn kaflaskiptur en hans menn betri stærstan hluta hans. Víkingur Ólafsvík komst nálægt því að jafna í lokin og koma leiknum í framlengingu.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  2 KFA

„Við gáfum þeim dauðafæri í restina og það hefði verið hræðilegt ef þeir hefðu skorað þar. Ég hefði frekar viljað tapa 3-2 en að fara með þetta í framlengingu, með þrjá leiki framundan á laugardag, miðvikudag og sunnudag. Framlenging hefði verið hrikaleg en sem betur fer rann hann."

KFA er á toppi 2. deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

„Leikurinn gegn Njarðvík í bikarnum er eini leikurinn sem við höfum tapað, við getum verið stoltir af því en það er ekkert komið. Við erum ekki búnir að vinna neitt. En þegar þú tapar ekki leikjum þá er það góður vani."

Mikael kemur víða við í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan, talar meðal annars um samkeppnina í liðinu, lokakafla tímabilsins, af hverju hann var í stúkunni í fyrri hálfleik í kvöld og kallar eftir betri aðstöðu fyrir austan og að fyrirtæki á svæðinu styrki fótboltann af meiri krafti.
Athugasemdir
banner
banner