Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 08. ágúst 2023 23:25
Elvar Geir Magnússon
Mikael: Hefði frekar viljað tapa 3-2 en fara í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum ánægðir með að vera komnir áfram," segir Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, sem vann 2-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins í kvöld.

Að hans mati var leikurinn kaflaskiptur en hans menn betri stærstan hluta hans. Víkingur Ólafsvík komst nálægt því að jafna í lokin og koma leiknum í framlengingu.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  2 KFA

„Við gáfum þeim dauðafæri í restina og það hefði verið hræðilegt ef þeir hefðu skorað þar. Ég hefði frekar viljað tapa 3-2 en að fara með þetta í framlengingu, með þrjá leiki framundan á laugardag, miðvikudag og sunnudag. Framlenging hefði verið hrikaleg en sem betur fer rann hann."

KFA er á toppi 2. deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

„Leikurinn gegn Njarðvík í bikarnum er eini leikurinn sem við höfum tapað, við getum verið stoltir af því en það er ekkert komið. Við erum ekki búnir að vinna neitt. En þegar þú tapar ekki leikjum þá er það góður vani."

Mikael kemur víða við í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan, talar meðal annars um samkeppnina í liðinu, lokakafla tímabilsins, af hverju hann var í stúkunni í fyrri hálfleik í kvöld og kallar eftir betri aðstöðu fyrir austan og að fyrirtæki á svæðinu styrki fótboltann af meiri krafti.
Athugasemdir
banner