Víkingur Ólafsvík hefur gengið brösuglega upp á síðkastið, liðið hefur misst toppsæti 2. deildarinnar og tapað þremur deildarleikjum í röð. Þá tapaði liðið gegn KFA í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 - 2 KFA
„Svekkjandi. Við gáfum þessu séns í lokin. Mér fannst við vera með seinni hálfleikinn allan tímann. Við vorum full passífir í fyrri hálfleik," sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings.
„Mér fannst við sýna fínan karakter í seinni hálfleik og ef við tökum hann með inn í restina á mótinu þá getum við hæglega gert tilkall í að fara upp úr þessari deild."
„Öll góð lið geta lent í slæmum köflum og þetta snýst um að vinna sig upp úr því. Við erum að vinna í því daglega að reyna að finna lausnir. Við erum ekki allt í einu orðið lélegt lið."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir