Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Lengjudeild karla
Njarðvík
16:00 0
0
Völsungur
Lengjudeild karla
Grindavík
16:00 0
0
Fjölnir
Besta-deild karla
Vestri
31' 1
0
Afturelding
Grindavík
0
0
Fjölnir
10.05.2025  -  16:00
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Bjarki Björn spáir Til þess að spá í umferðina fengum við Bjarka Björn Gunnarsson sem hjálpaði ÍBV að vinna deildina á síðasta tímabili. Um leik Grindavíkur og Fjölnis sagði hann.


Grindavík 0-0 Fjölnir
Stórt fyrir Grindvíkinga að vera mættir heim en bæði lið sátt með sitt fyrsta stig í bragðdaufum leik eftir svekkjandi töp í fyrstu umferð.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heimkoma Stóra málið í dag er samt að liðið er að spila á sínum heimavelli í Grindavík. Það er langt í frá að líf sé komið í eðlilegar skorður í Grindavík þó að smátt og smátt færist meira líf í bæinn.

Þetta bæjarfélag sem áður taldi 4.500 íbúa er vel markað af atburðum síðustu 18 mánaða og á svæðum í bænum á glögglega sjá verk þessara hamfara á húsum í bænum.

Knattspyrnuhús þeirra Grindvíkinga er ónýtt en stór sprunga gengur í gegnum húsið og eru einhverjir tugir metra niður á botn hennar. Önnur mannvirki á íþróttasvæðinu urðu einnig fyrir áhrifum en það sem mikilvægast er aðalvöllurinn sem og stúkan sluppu þó við skemmdir.

   06.05.2025 20:06
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag


   09.05.2025 10:21
Hvetur fólk til að fara á leiki í Grindavík - „Öryggi allra er tryggt“
Fyrir leik
Grindavík
Grindavík skellti sér í heimsókn á Selfoss í fyrstu umferð og þurfti að gera sér að góðu 2-1 tap þar.

Liðið er gríðarlega mikið breytt frá fyrri árum og hefur Grindavík tekið u-beygju frá fyrri stefnu sinni. Ungir leikmenn í bland við örfáa reynslubolta skipa lið þeirra undir stjórn Haralds Hróðmarssonar og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst en árangur Grindavíkur síðustu ár hefur verið vel undir væntingum.
Fyrir leik
Fjölnir Gestirnir úr Grafarvogi mæta til Grindavíkur eftir hafa tapað fyrsta leik sínum i mótinu gegn Keflvíkingum í Egilshöll.

Ungt lið Fjölnis átti þar ágætis spretti í 3-1 tapi en þurfti að lokum að lúta í gras. Það verður áhugavert að sjá hvernig þeir mæta til leiks gegn öðru mjög ungu liði undir kringumstæðum sem verða að teljast nokkuð sérstakar.
Fyrir leik
Grindavík heilsar á ný!
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Fjölnis í annari umferð Lengjudeildar karla. Leikurinn fer fram á Stakkavíkurvelli í Grindavík og markar ákveðin tímamót. Fyrsti íþróttaviðburðurinn sem fram fer í Grindavík eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember 2023.

Mynd: JJK

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: