Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   þri 06. maí 2025 20:06
Elvar Geir Magnússon
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á laugardaginn verður fyrsti íþróttakappleikurinn í Grindavík í átján mánuði. Jarðhræringar og eldgosahrina hafa staðið yfir á Reykjanesskaganum en fótboltalið Grindavíkur ætlar að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í bænum.

Gagnrýnisraddir hafa heyrst en Haukur Guðberg Einarsson, formaður fótboltadeildar Grindavíkur, segir að enginn sé í hættu þó spilað verði á heimavelli liðsins, Stakkavíkurvelli.

„Að mínu mati hefur verið æsifréttamennska gagnvart Grindavík síðustu mánuði. Grindavík er í dag opin fyrir öllum og búið að girða af hættusvæði," segir Haukur en völlurinn hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum í jarðhræringunum.

„Völlurinn er bara frábær. Það hefur ekki rúllað fótbolti hérna í átján mánuði svo hann hefur heldur betur fengið að jafna sig. Það er búið að skanna völlinn tvisvar og það er allt í toppmálum."

Á laugardaginn verður fyrsti heimaleikur Grindavíkur en Fjölnismenn koma í heimsókn klukkan 16.

„Þessi dagur er stærsti dagurinn fyrir mig sem formaður Grindavíkur. Mér finnst stór sigur unninn þegar ég sé boltann rúlla á grasinu fyrir aftan mig. Þetta er mjög stór stund fyrir mig og ég er mjög stoltur."

„Þetta er bærinn okkar. Við erum Grindvíkingar og ég trúi ekki öðru en fólk mæti á leiki. Allir gestir eru meira en velkomnir til Grindavíkur, við höfum alltaf tekið vel á móti gestum. Ég er mjög þakklátur í dag. Við höfum staðið storma af okkur í marga mánuði og við ætlum að lifa og njóta," segir Haukur í innslagi sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan.

Livey sýnir leiki Lengjudeildarinnar í beinni útsendingu
Athugasemdir
banner