Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Í BEINNI
Undankeppni HM
Ísland
18:45 0
0
Frakkland
Lúxemborg U21
0
0
Ísland U21
14.10.2025  -  15:00
Þróttarvöllur
Undankeppni EM U21
Dómari: Ben McMaster (N-Írland)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Kári Snorra ræddi við tvo leikmenn Kári Snorrason fréttamaður Fótbolta.net ræddi við tvo leikmenn Íslands fyrir æfingu liðsins í gær; Eggert Aron og Benoný Breka.

   13.10.2025 11:53
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“

   13.10.2025 12:15
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
Fyrir leik
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær og fékk fyrst spurningu um hvort ekki væri gerð krafa á að vinna Lúxemborg?

„Jú það er klárt. Við þurfum á sigri að halda. Við verðum hreinlega að ná í þrjú stig," svaraði Ólafur.

„Við áttum ekki góðan glugga stigalega séð síðast. Ég þekki þessa stráka mjög vel og mér finnst við enn eiga mikið inni. Við þurfum að búa til fleiri sénsa og skapa fleiri færi. Á sama tíma ekki vera brothættir aftast. Við þurfum að finna þetta jafnvægi."

„Lúx eru með mjög sóknarsinnað lið. Sterkir sóknarlega og gott fótboltalið. Ég hugsa að þetta verði alveg fram og til baka. Það munu koma móment þar sem þeir verða meira á boltanum og öfugt. Við þurfum að hafa tempó í okkar sóknarleik og vera beinskeyttir á síðasta þriðjungi. Ég vil sjá hungur í að komast í góðar stöður, fylla teiginn vel og klára."


Eftir fyrstu leikina í riðlinum, er einhver breyting á markmiðum liðsins?

„Nei við erum enn að horfa í annað sætið. Þá þurfum við þrjú stig á morgun, það er klárt. Við erum galvaskir áfram í að stefna á þetta annað sætið."

   13.10.2025 11:45
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Fyrir leik
Tvö lið án sigurs að mætast Keppt er í undankeppni EM U21 liða. Ísland er án sigurs í riðlinum, tapaði gegn Færeyjum en gerði svo jafntefli gegn Eistland og Sviss. Liðin í riðlinum eru búin með mismarga leiki en Færeyjar eru á toppnum þrátt fyrir skell gegn Frakklandi í síðustu viku. Það var fyrsti leikur Frakka en leik liðsimns gegn Lúxemborg var frestað eftir að liðsrúta Lúxemborgar lenti í slysi.

1. Færeyjar 9 stig eftir 4 leiki
2. Sviss 4 stig eftir 2 leiki
3. Frakkland 3 stig eftir 1 leik
4. Ísland 2 stig eftir 3 leiki
5. Eistland 2 stig eftir 4 leiki
6. Lúxemborg 1 stig eftir 2 leiki

Fyrir leik
Ekkert skorað í Sviss
Mynd: EPA

Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli gegn Sviss á föstudaginn.

Sviss U21 0 - 0 Ísland U21
Lestu um leikinn

Mynd: EPA

Fyrir leik
U21 mætir Lúxemborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er komið að heimaleik hjá U21 landsliði Íslands gegn Lúxemborg á Þróttarvelli. Dómarateymi frá Norður-Írlandi dæmir leikinn og mun Ben McMaster flauta á klukkan 15:00.
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: