Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mán 13. október 2025 11:53
Kári Snorrason
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Eggert Aron og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Eggert Aron og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er búið að vera mjög flott og skemmtileg vika framundan, við erum búnir að gera vel í deildinni og í Evrópu,“ segir Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Brann í Noregi.

Brann er í þriðja sæti í norsku úrvalsdeildinni og er með þrjú stig í Evrópudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Eggert á æfingu U21 landsliðsins fyrr í dag en liðið mætir Lúxemborg á morgun. 


Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  1 Lúxemborg U21

Hjá Brann leikur Eggert undir stjórn Freys Alexandersonar og liðsfélagi hans er Sævar Atli Magnússon, Eggert segir þá hafa hjálpað sér mikið.

„Hann (Freyr) er búinn að ná mér á strik aftur þannig að ég get þakkað honum mikið fyrir. Sævar er frábær, við erum góðir saman. Hann er að gera hrikalega vel núna hann á heldur betur skilið það sem hann er að gera núna.“ 

Eggert gekk til liðs við Brann snemma árs eftir dvöl hjá Elfsborg í Svíþjóð þar sem hann fékk fá tækifæri og meiðsli settu strik í reikninginn. 

„Þetta er búið að vera drullugott, ég er búinn að spila mjög vel. Kominn aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir, ég er að njóta mín í botn.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner