Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   mán 13. október 2025 12:15
Kári Snorrason
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
Benóný í leik með Stockport.
Benóný í leik með Stockport.
Mynd: Stockport County FC

„Við erum á góðu róli og ég er búinn að koma mér inn í liðið. Við unnum í fyrradag og erum á fínu róli núna. Það er gott að spila alla leiki, þá líður manni best og líka gott að koma hingað og spila hörkuleiki,“ segir Benóný Breki Andrésson leikmaður Stockport og U21 árs landsliðsins.

Fótbolti.net ræddi við Benóný fyrir æfingu U21 árs landsliðsins fyrr í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  1 Lúxemborg U21

Benóný gekk til liðs við Stockport undir lok síðasta árs og segir hann lífið í Englandi vera ljúft. 

„Þetta hefur verið draumur frá því að maður var lítill að spila á Englandi. Gott að komast í þessa menningu, það gengur auðvitað allt út á fótbolta í Englandi. Stuðningurinn og allt í kringum þessa leiki er geggjaður.“ 

Færðu mikið áreiti á götum Stockport?

„Já, sérstaklega í Stockport. Eitthvað smá en ekki mikið í Manchester. En í Stockport gerist það meira.“ 

U21 landsliðið mætir Lúxemborg á morgun en liðið er með tvö stig eftir þrjá leiki en þeir gerðu markalaust jafntefli við Sviss síðastliðinn föstudag.

„Lúxemborg er hörkulið. Við þurfum að mæta almennilega á morgun. Mér fannst við góðir gegn Sviss, við áttuðum okkur á því að það yrði hörkuleikur. Það var lið með góða einstaklinga og við gerðum vel, þá sérstaklega varnarlega. Það vantaði bara upp á herslumuninn á síðasta þriðjungnum.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir