Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mán 13. október 2025 11:45
Elvar Geir Magnússon
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarvöllur.
Þróttarvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið Íslands mætir Lúxemborg á Þróttarvelli á morgun, þriðjudaginn 14. október klukkan 15:00.

Íslenska liðið er með tvö stig í undankeppni EM eftir þrjá leiki i riðlinum og ætla okkar strákar sér ekkert annað en sigur í leiknum.

Færeyingar eru á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í fjórum leikjum, en Frakkar, sem mæta Eistum í dag, hafa t.a.m. einungis leikið einn leik.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í dag og fékk fyrst spurningu um hvort ekki væri gerð krafa á að vinna Lúxemborg?

„Jú það er klárt. Við þurfum á sigri að halda. Við verðum hreinlega að ná í þrjú stig á morgun," svaraði Ólafur.

„Við áttum ekki góðan glugga stigalega séð síðast. Ég þekki þessa stráka mjög vel og mér finnst við enn eiga mikið inni. Við þurfum að búa til fleiri sénsa og skapa fleiri færi. Á sama tíma ekki vera brothættir aftast. Við þurfum að finna þetta jafnvægi."

„Lúx eru með mjög sóknarsinnað lið. Sterkir sóknarlega og gott fótboltalið. Ég hugsa að þetta verði alveg fram og til baka. Það munu koma móment þar sem þeir verða meira á boltanum og öfugt. Við þurfum að hafa tempó í okkar sóknarleik og vera beinskeyttir á síðasta þriðjungi. Ég vil sjá hungur í að komast í góðar stöður, fylla teiginn vel og klára."

Eftir fyrstu leikina í riðlinum, er einhver breyting á markmiðum liðsins?

„Nei við erum enn að horfa í annað sætið. Þá þurfum við þrjú stig á morgun, það er klárt. Við erum galvaskir áfram í að stefna á þetta annað sætið."

Ólafur segir að allir í hópnum séu klárir í slaginn. 23 leikmenn æfður á Þróttarvelli í dag en 20 ef þeim verða svo í leikdagshópnum á morgun.

Í sjónvarpinu hér að ofan er viðtalið við Ólaf í heild sinni en þar fer hann meðal annars yfir markalausa jafnteflið gegn Sviss síðasta föstudag.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 4 3 0 1 5 - 8 -3 9
2.    Sviss 2 1 1 0 2 - 0 +2 4
3.    Frakkland 1 1 0 0 6 - 0 +6 3
4.    Ísland 3 0 2 1 2 - 3 -1 2
5.    Eistland 4 0 2 2 4 - 7 -3 2
6.    Lúxemborg 2 0 1 1 2 - 3 -1 1
Athugasemdir
banner
banner