Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   mán 13. október 2025 11:45
Elvar Geir Magnússon
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarvöllur.
Þróttarvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið Íslands mætir Lúxemborg á Þróttarvelli á morgun, þriðjudaginn 14. október klukkan 15:00.

Íslenska liðið er með tvö stig í undankeppni EM eftir þrjá leiki i riðlinum og ætla okkar strákar sér ekkert annað en sigur í leiknum.

Færeyingar eru á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í fjórum leikjum, en Frakkar, sem mæta Eistum í dag, hafa t.a.m. einungis leikið einn leik.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í dag og fékk fyrst spurningu um hvort ekki væri gerð krafa á að vinna Lúxemborg?

„Jú það er klárt. Við þurfum á sigri að halda. Við verðum hreinlega að ná í þrjú stig á morgun," svaraði Ólafur.

„Við áttum ekki góðan glugga stigalega séð síðast. Ég þekki þessa stráka mjög vel og mér finnst við enn eiga mikið inni. Við þurfum að búa til fleiri sénsa og skapa fleiri færi. Á sama tíma ekki vera brothættir aftast. Við þurfum að finna þetta jafnvægi."

„Lúx eru með mjög sóknarsinnað lið. Sterkir sóknarlega og gott fótboltalið. Ég hugsa að þetta verði alveg fram og til baka. Það munu koma móment þar sem þeir verða meira á boltanum og öfugt. Við þurfum að hafa tempó í okkar sóknarleik og vera beinskeyttir á síðasta þriðjungi. Ég vil sjá hungur í að komast í góðar stöður, fylla teiginn vel og klára."

Eftir fyrstu leikina í riðlinum, er einhver breyting á markmiðum liðsins?

„Nei við erum enn að horfa í annað sætið. Þá þurfum við þrjú stig á morgun, það er klárt. Við erum galvaskir áfram í að stefna á þetta annað sætið."

Ólafur segir að allir í hópnum séu klárir í slaginn. 23 leikmenn æfður á Þróttarvelli í dag en 20 ef þeim verða svo í leikdagshópnum á morgun.

Í sjónvarpinu hér að ofan er viðtalið við Ólaf í heild sinni en þar fer hann meðal annars yfir markalausa jafnteflið gegn Sviss síðasta föstudag.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 14 - 2 +12 10
2.    Færeyjar 6 3 0 3 6 - 12 -6 9
3.    Sviss 5 2 2 1 7 - 4 +3 8
4.    Ísland 5 2 2 1 7 - 5 +2 8
5.    Lúxemborg 5 1 1 3 6 - 9 -3 4
6.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
Athugasemdir
banner
banner