Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 03. desember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Juventus vill fá Mikael Egil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Spal, er á óskalista Juventus samkvæmt frétt ítalska blaðsins Ferrara.

Samkvæmt fréttinni vill Juventus fá Mikael í U23 ára lið sitt sem spilar í Serie C.

Juventus hefur mætt á nokkra leiki til að skoða Mikael og Claudio Chiellini, bróðir Giorgio Chiellini, hefur hrifist af honum en Claudio starfar fyrir U23 ára lið Juventus.

Hinn 18 ára gamli Mikael Egill hefur leikið með Spal í varaliðsdeildinni á Ítalíu en hlé er í þeirri deild þar til í janúar vegna kórónuveirunnar.

Spal er í toppbaráttu í varaliðsdeildinni og frammistaða Mikaels hefur vakið áhuga en hann er tilnefndur sem besti miðjumaður tímabilsins hnigað til hjá Mondoprimavera.com.

Mikael Egill lék með yngri flokkum Fram áður en hann fór til Spal en hann á samtals 26 leiki að baki með U19, U18, U17 og U16 ára landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner