Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. mars 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigrún Ella heim í FH (Staðfest)
Sigrún í leik með Stjörnunni.
Sigrún í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrún Ella Einarsdóttir hefur skrifað undir samning við FH og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Sigrún Ella er miðjumaður sem uppalin er í FH en hefur spilað með Stjörnunni í efstu deild frá árinu 2014. Hún spilaði ekkert síðasta sumar.

Hún vann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla hjá Stjörnunni en ætlar núna að hjálpa uppeldisfélagi sínu að komast beint aftur upp í úrvalsdeild.

Sigrún Ella á að baki 179 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 71 mark. Hún hefur spilað tvo leiki með A-landsliði Íslands auk fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.

„Það er því fyllilega ljóst að Sigrún Ella er þrautreyndur leikmaður og það verður að spennandi að fylgjast með henni á nýjan leik í FH treyjunni næsta sumar. Velkomin heim Sigrún Ella," segir í tilkynningu FH.

Sigrún Ella Einarsdóttir hefur skrifað undir samning við knd. FH og mun því leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta...

Posted by FHingar on Sunnudagur, 7. mars 2021

Athugasemdir
banner
banner