Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   lau 11. maí 2024 22:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Er ekki að hugsa um framtíð Mbappe
Mynd: EPA

Kylian Mbappe hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa PSG eftir að tímabilinu lýkur en Real Madrid er líklega næsti áfangastaður franska leikmannsins.


Carlo Ancelotti stjóri Real var spurður út í Mbappe eftir sigur spænska liðsins gegn Granada í kvöld.

„(Framtíð Mbappe) er ekki eitthvað sem ég er að hugsa um núna. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að einbeita okkur að fram að 1. júní," sagði Ancelotti.

Tímabilinu lýkur hjá Real Madrid þann 1. júní þegar liðið mætir Dortmund í úrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner