Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 20. október 2024 22:27
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Eftir að þeir urðu einum færri, þá bara nánast dó leikurinn." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir að liðið hans vann sigraði Fylki 1-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 KR

„Við urðum flatir og fluttum boltan hægt og opnuðum ekki Fylkismenninna, sem voru reyndar bara mjög vel skipulagðir. Við fluttum ekki boltan nógu hratt til þess að geta opnað þá nógu oft, þó svo að við fengum færi til að skora fleiri mörk, þá fannst mér þetta ver full flatt. Þessi leikur var svolítið eins og hann er. Þeir eru fallnir, það er lítið af áhorfendum, menn eiga greinilega erfitt með að finna einhverja hvatningu og einhvern drifkraft. Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum ekki að falla í þessa gryfju, þó svo það er ekki um mikið að keppa, þá er samt alltaf að einhverju að keppa. Þú ert að koma fram fyrir sjálfan þig, þú ert að koma fram fyrir félagið. Við töluðum um það fyrir leikinn, þú ert að spila í KR, það eru forréttindi að fá að fara í þessa treyju. Verður maður ekki bara að vera sáttur með 3 stig."

KR er í þeirri stöðu að þeir hafa ekkert að spila fyrir í þessum loka leikjum. Þá er oft spurningin hvað gerir þjálfarinn í þessari stöðu.

„Fótbolti er núvitund. Þú ert í raunu og veru bara það sem þú gerir í hverjum einstaka leik, hverri einstöku æfingu. Þú færð ekkert fyrir það sem þú gerðir í gær og framtíðin segir okkur ekki neitt. Þannig að við erum allir undir mælustikunni á hverjum degi. Þessi leikur er ekki að fara skera úr um hver verður lykilmaður á næsta ári, það er alls ekki þannig. Við hinsvegar töluðum um það, að það er mikilvægt fyrir okkur að klára þetta mót vel. Það er mikilvægt að ná meðbyrnum af góðum frammistöðum, til að koma sterkir inn í veturinn. Það er það sem við ætlum okkur að gera á Laugardaginn, við ætlum okkur að mæta og vinna þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner