Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 22. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mistökin sem þeir gera voru að kaupa ekki Orra Stein"
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City hefur ekki verið ýkja sannnfærandi eftir að miðjumaðurinn Rodri meiddist illa á dögunum.

Liðið hefur verið að harka inn sigrum en það stefnir í spennandi titilbaráttu á Englandi.

Rætt var um Man City í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær en Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, kom þá inn á það sem honum finnst vanta í liðið.

„Mistökin sem þeir gera voru að kaupa ekki Orra Stein Óskarsson eða einhvern sóknarmann á móti Haaland," sagði Óskar Smári.

„Julian Alvarez fer frá félaginu. Hvern setja þeir í senter ef Haaland meiðist?"

„Þeir eru með breidd í öllum stöðum nema þessari. Ef þeir missa Haaland, þá vinna þeir ekki deildina," sagði Kristján Atli Ragnarsson.

Orri, sem er gríðarlega spennandi sóknarmaður, var orðaður við Man City í sumar en gekk á endanum í raðir Real Soceidad á Spáni fyrir metfé.
Enski boltinn - Klopp ekki ómissandi og Sir Alex bolað burt
Athugasemdir
banner
banner
banner