banner
   þri 16. febrúar 2021 13:38
Elvar Geir Magnússon
Alaba mun yfirgefa Bayern (Staðfest)
David Alaba er 28 ára.
David Alaba er 28 ára.
Mynd: Getty Images
David Alaba hefur staðfest að hann muni yfirgefa Bayern München eftir tímabilið, hann hefur verið tæplega þrettán ár hjá félaginu.

Samningur Alaba við Þýskalandsmeistarana rennur út í júní og hann ætlar að yfirgefa félagið.

Austurríski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Real Madrid, Chelsea og Liverpool en hann heldur spilunum þétt að sér.

„Ég hef persónulega tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt eftir tímabilið og yfirgefa félagið. Það er ekki auðveld ákvörðun, ég hef verið hér lengi og félagið er mér mikilvægt," segir Alaba.

„Ég vil takast á við nýja áskorun, þetta snýst ekki um peninga. Ég á enn sex til sjö ár eftir og vil prófa eitthvað nýtt. Ég hef ekki ákveðið hvert ég fer."

Austurríkismaðurinn er fjölhæfur, síðustu ár hefur hann að mestu leikið sem miðvörður en hann hefur einnig leikið sem vinstri bakvörður og miðjumaður fyrir Bayern München.

Alaba hefur unnið 24 titla með Bayern síðan hann varð aðalliðsmaður hjá félaginu 2010 en hann hafði verið nokkur ár í akademíu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner