þri 16. febrúar 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alma í Stjörnuna frá KR (Staðfest)
Alma í leik með KR síðasta sumar.
Alma í leik með KR síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur krækt í sóknarmanninn Ölmu Mathiesen frá KR.

Alma, sem er fædd 2003, spilaði 14 leiki í Pepsi Max-deild kvenna á síðustu leiktíð og skoraði í þeim þrjú mörk þegar KR féll úr efstu deild. Hún mun spila áfram í Pepsi Max-deildinni, en með Stjörnunni.

Tilkynning Stjörnunnar:
Alma Mathiesen, sem leikið hefur 15 leiki í efstu deild og skorað í þeim 3 mörk, hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá KR.

Alma er kröftugur og eldsnöggur sóknarleikmaður sem spennandi verður að sjá þróast hjá okkur í Stjörnunni.

Alma er hluti af U-19 úrtakshóps KSÍ og slæst þar í för með þeim efnilega hópi frá Stjörnunni sem æfir með yngri úrtakshópum landsliða KSÍ.

Innilega velkomin í Stjörnuna Alma Mathiesen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner