Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 19. febrúar 2021 19:35
Victor Pálsson
Andrea Mist farin til Vaxjö (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Andrea Mist Pálsdóttir hefur skrifað undir samning við lið Vaxjö í Svíþjóð en hún kemur til félagsins frá FH hér heima.

Andrea skrifaði undir tveggja ára samning við Vaxjö en hún gerði nýlega lánssamning við Breiðablik eða fyrr á þessu ári.

Í tilkynningu FH kemur fram að þeim lánssamningi hafi verið rift eftir að áhugi heyrðist frá sænska liðinu.

Andrea hefur leikið með FH í eitt ár en hún lék fyrir það í mörg ár með Þór/KA við góðan orðstír.

Andrea er fædd árið 1998 og á að baki 127 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað 22 mörk.

Tilkynning FH:

Knattspyrnudeild FH og sænska úrvalsdeildarliðið Växjö hafa náð samkomulagi um félagaskipti knattspyrnukonunnar Andreu Mistar Pálsdóttur. Hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska félagið og mun leika með því þegar keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst um miðjan apríl. Fyrr á þessu ári var tilkynnt um samkomulag FH og Breiðabliks um að Andrea Mist myndi leika með Breiðabliki á láni á næsta keppnistímabili. Þegar áhugi Växjö á Andreu Mist varð ljós komust félögin að samkomulagi um að rifta lánssamningnum til að liðka fyrir félagaskiptum Andreu Mistar til Växjö.

Það er alltaf ánægjuefni þegar íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til þess að reyna fyrir sér á erlendri grundu. Andrea Mist hefur áður reynt fyrir sér í útlöndum því hún á að baki reynslu í austurrísku úrvalsdeildinni og í Seríu A á Ítalíu. Eins og flestir vita þá er Andrea Mist uppalin í Þór á Akureyri og spilaði lengi með Þór/KA í Pepsí Max deildinni hér áður en hún kom til FH frá Ítalíu fyrir síðasta keppnistímabil.

Við óskum Andreu Mist innilega til hamingju með samninginn við Växjö og við óskum henni velfarnaðar í þessu nýja verkefni hennar um leið og við þökkum henni samstarfið á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner