Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fim 20. júní 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hjulmand: Synd að okkur hafi ekki tekist að sigra
Mynd: EPA
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Englandi í riðlakeppni Evrópumótsins í dag.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem bæði lið fengu góð færi til að gera sigurmark en færanýtingin var ekki nægilega góð. Harry Kane tók forystuna fyrir England eftir mistök í varnarlínu Dana en Morten Hjulmand, óskyldur Kasper, jafnaði með glæsilegu skoti utan vítateigs.

Staðan var því jöfn, 1-1, í leikhlé og fengu bæði lið færi til að skora í síðari hálfleik.

„Ég get ekki sagt að við séum vonsviknir en það er synd að okkur hafi ekki tekist að sigra þennan leik. Við fengum færi til að taka öll stigin en nýttum þau ekki," sagði Hjulmand, en Danir komust í undanúrslit á síðasta Evrópumóti - þar sem þeir töpuðu gegn Englandi eftir framlengdan leik.

„Við höfðum trú á því að við gætum sigrað í dag. Við spiluðum góðan leik en það mikilvægasta er að halda áfram að spila svona vel. Við þurfum svona frammistöðu í lokaumferðinni."

Danir spila úrslitaleik við Serbíu í lokaumferð riðlakeppninnar og þurfa sigur þar til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.

„Við sýndum hvað við getum í dag, strákarnir voru ófeimnir við að sækja og það voru mikil gæði og eldmóður í okkar leik. Svona viljum við spila í hverjum einasta leik. Það er langt síðan við stóðum okkur svona vel."

England er á toppi C-riðils með fjögur stig eftir tvær umferðir. Danir og Slóvenar deila öðru sætinu með tvö stig og reka Serbar lestina með eitt stig.
EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
Athugasemdir
banner
banner
banner