Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 18:15
Sölvi Haraldsson
Lengjudeildin: Þór í fallsæti - Grindavík vinnur annan leikinn í röð
Lengjudeildin
Halli Hróðmars með tvo leiki og tvo sigra hjá Grindavík
Halli Hróðmars með tvo leiki og tvo sigra hjá Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn með kærkominn sigur fyrir norðan
Leiknismenn með kærkominn sigur fyrir norðan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórsarar eru í fallsæti eins og er með Leiknismönnum
Þórsarar eru í fallsæti eins og er með Leiknismönnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Seinustu tveir leikir 8. umferðar Lengjudeildar karla kláruðust í dag þegar Þór fékk Leiknismenn í heimsókn og Dalvíkingar fóru í bæjarferð og mættu Grindvíkingum í Safamýrinni.


Lestu um leikinn: Þór 1-2 Leiknir R.

Leiknismenn fóru norður í land í dag og unnu gífurlega kærkominn sigur á Þór. Breiðhyltingarnir voru einungis búnir að vinna einn leik fyrir leikinn gegn Þórsurum í dag og sátu einir botninum fyrir umferðina. Þór er nú komið niður í fallsæti eftir tapið í dag og eru með jafn mörg stig og Leiknir en þó með aðeins skárri markatölu.

Það var jafnræði með liðunum til að byrja með. Omar Sowe átti gott skot í upphafi leiks sem Aron í marki Þórs varði vel og skömmu síðar björguðu Leiknismenn á línu.

Þórsarar gerðu tilkall í víti eftir hálftímaleik Ingimar Arnar fór niður inn á teig Leiknis en þeir fengu ekkert fyrir sinn snúð. Þórsarar fengu svo gott færi skömmu fyrir hálfleik sem fór forgörðum.

Það dróg ekki til tíðinda fyrr en á 58. mínútu þegar Omar Sowe skoraði eftir glæsilega skyndisókn Leiknis. Jón Hrafn gerði glæsilega að finna Omar Sowe á hárréttum tíma inni á teig Þórs. Omar á svo skot á nærstöngina sem Aron Birkri náði ekki að verja.

Leiknismenn vildu fá víti þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum en fengu ekkert fyrir sinn snúð. 10 mínútum síðar fengu Þórsarar vítaspyrnu sem Birkir Heimisson skoraði úr og jafnaði leikinn í 1-1.

Fljótlega eftir 1-1 markið skoruðu Þór og fögnuðu vel og innilega eftir að Viktor Freyr, markmaður Leiknis, missti fyrirgjöf Þórs í netið. En nokkrum sekúndum seinna lyftir aðstoðardómarinn flagginu og markið dæmt af. Þórsarar voru allt annað en sáttir.

Bæði liðin sóttu í sig veðrið svo en Birkir Heimis átti skalla í slá og Aron Birkir varði meistaralega frá Þorsteini Emil. Leikinsmenn tóku hins vegar forystuna á 87. mínútu þegar Shkelzen Veseli skoraði sigurmark Leiknis eftir frábæra skyndisókn Leiknis. Þar við sat og Leiknismenn vinna kærkominn sigur norður í landi.

Grindavík unnu annan leikinn í röð

Grindavík unnu Dalvíkinga í Safamýrinni í hinum Lengjudelidarleik dagsins. Haraldur Árni Hróðmarsson er nýtekinn við Grindavík og er búinn að sækja tvo sigra í tveimur leikjum með liðinu. En áður en hann tók við voru þeir sigurlausir í deildinni.

Lestu um leikinn Grindavík 3-1 Dalvík/Reynir

Dalvíkingar byrjuðu leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleik fékk Dagbjartur Búi dauðafæri fyrir Dalvíkinga en klikkaði á einhvern ótrúlegan hátt. Rétt fyrir hálfleik náðu þeir að taka forystuna þegar Áki Sölvason kemur með aukaspyrnu inn á teiginn sem á viðkomu í varnarmanni, fer í gegnum allan pakkann og þaðan í netið. Dalvíkingar leiddu í hálfleik, 1-0, eftir rólegan fyrri hálfleik.

Grindvíkingar jöfnuðu metinn strax í upphafi síðari hálfleiks þegar að Kwame Quee fær boltann frá Degi Inga og nær að klára og jafna leikinn í 1-1. Dalvíkinar vildu fá hendi í aðdragandaum og kvörtuðu mikið yfir því. 

Dagur Ingi kom með annaðhvort slakt skot eða góða sendingu inn á teig sem Hassan Jalloh hælar í netið á fjærstönginni og kom Grindvíkingum yfir á 63. mínútu. Það átti lítið eftir að gerast áður en Helgi Hafstein Jóhannsson, 2008 módel, kláraði leikinn fyrir Grindavík alveg í lokin. 

Grindvíkingar búnir að jafna Keflavík á stigum en eiga einn leik til góða og sitja í 6. sætinu. Frábær byrjun hjá Halla Hróðmars við stjórnvöldin.

Grindavík 3 - 1 Dalvík/Reynir

0-1 Áki Sölvason ('45 )

1-1 Kwame Quee ('51 )

2-1 Hassan Jalloh ('63 )

3-1 Helgi Hafsteinn Jóhannsson ('89 )

Lestu um leikinn

Þór 1 - 2 Leiknir R.

0-1 Omar Sowe ('58 )

1-1 Birkir Heimisson ('79 , víti)

1-2 Shkelzen Veseli ('87 )

Lestu um leikinn

Athugasemdir
banner
banner