Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. nóvember 2022 10:31
Elvar Geir Magnússon
Messi búinn að skora á fjórum heimsmeistaramótum
Lionel Messi fagnar marki sínu,
Lionel Messi fagnar marki sínu,
Mynd: Getty Images
Nú stendur yfir leikur Argentínu og Sádi-Arabíu á HM en Lionel Messi kom argentínska liðinu yfir með marki af vítapunktinum á 10. mínútu.

Slóveninn Slavko Vincic fór í VAR skjáinn og dæmdi brot í teignum, ekki ósvipað brot og hjá Írönum gegn Englandi í gær en þá var ekki dæmd vítaspyrna. Samræmið ekki mikið í dómgæslunni.

Lionel Messi spyr ekki að því. Það er enginn Hannes Þór Halldórsson í marki Sádi-Arabíu og Messi skoraði af öryggi. Þetta var sjöunda HM mark Messi.

Smelltu hér til að sjá dóminn og markið.

Lionel Messi er næst elsti Argentínumaðurinn sem skorar á HM, 35 ára og 151 daga gamall. Martin Palermo er sá elsti, hann var 36 ára og 227 daga gamall þegar hann skoraði gegn Grikklandi 2010.

Messi er fyrsti Argentínumaðurinn til að skora á fjórum heimsmeistaramótum.

Þegar þessi frétt er skrifuð er fyrri hálfleikur í leik Argentínu og Sádi-Arabíu í gangi og staðan er 1-0. Messi náði að koma boltanum aftur í netið eftir vítamarkið en dæmd var rangstaða. Lautaro Martínez kom boltanum einnig í markið en var líka dæmdur rangstæður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner