Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 25. júní 2024 10:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vandaði sig vel þegar hann talaði um Júlíus Mar - „Hefur heillað okkur"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður út í áhuga ÍA á Júlíusi Mar Júlíussyni en Baldvin Már Borgarsson hafði sagt frá þeim áhuga í útvarpsþættinum Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði.

Júlíus Mar er samningsbundinn Fjölni og passaði Jón Þór sig vel þegar hann tjáði sig um miðvörðinn í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Breiðabliki.

„Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu. Júlíus er frábær leikmaður, heillaði okkur mjög í Lengjudeildinni í fyrra og hefur gert það í ár líka, staðið sig frábærlega með góðu liði Fjölnis sem er í toppbaráttu í Lengjudeild. Hann er hins vegar samningsbundinn Fjölni þannig ég hef ekkert annað um það að segja en að hann hafi staðið sig gríðarlega vel bæði í ár og í fyrra," sagði Jón Þór sem var næst spurður hvort Skagamenn væru að leita sér að hafsent.

„Við erum ekkert sérstaklega að því. Ég geri ráð fyrir að Hlynur Sævar (Jónsson) snúi til baka í næsta leik, hann hefur spilað frábærlega hjá okkur. bæði í ár og í fyrra. Hilmar Elís (Hilmarsson) hefur komið inn í vörnina í síðustu þremur leikjum og staðið sig frábærlega. Við erum ekki á neinu flæðiskeri staddir varðandi leikmenn akkúrat í dag. Við erum auðvitað alltaf að skoða okkar félag og næstu skref, bæði í leikmannamálum og með liðið. Félagið er að vaxa og þróast. Við erum alltaf að skoða þau mál til þess að bæta félagið," sagði Jón Þór.

Júlíus Mar er fæddur árið 2004 og er hann algjör lykilmaður í liði Fjölnis.
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner