Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 17. ágúst 2017 21:31
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Sandra María: Þetta er undir okkur komið
Sandra María var ánægð með leik síns liðs í kvöld þrátt fyrir erfiðleika í byrjun
Sandra María var ánægð með leik síns liðs í kvöld þrátt fyrir erfiðleika í byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við duttum svolítið niður á þeirra prógramm og mættum ekki alveg nógu agressívar í byrjun leiks. Um leið og við héldum róinni og byrjðum að spila gekk þetta miklu betur. Skilaboðin frá Donna voru einfaldlega að halda áfram og vera rólegar," sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, eftir 4-1 sigur á Haukum á Gaman Ferða vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  4 Þór/KA

„Við vorum búnar að leikgreina þær rosalega vel og horfa á leiki með þeim þannig við vitum að þær eru mjög direct lið. Þær eru með duglega leikmenn fram á við svo við urðum að vera á tánum allan leikinn."

Útlitið er bjart fyrir Þór/KA en þær eru með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar. Það má því segja að titillinn sé nánast kominn norður en Sandra María vildi þó ekki segja það.

„Fólk má segja það sem það vill en við þurfum fyrst og fremst að gíra okkur upp fyrir næsta leik. Auðvitað lítur þetta vel út og er í okkar höndum en það er þá líka undir okkur komið að klára þetta."

Donni gerði heiðarlega tilraun til að slá Söndru út af laginu í miðju viðtali. Atvikið ásamt viðtalinu í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner