Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 09. desember 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Bobby Zamora leggur skóna á hilluna
Bobby fagnar marki með Fulham.
Bobby fagnar marki með Fulham.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Bobby Zamora hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 35 ára að aldri.

Bobby fékk ekki nýjan samning hjá Brighton & Hove Albion eftir síðasta tímabil.

Bobby hefur verið að glíma við erfið meiðsli á mjöðm undanfarin ár og hann hefur nú ákveðið að hætta vegna þeirra.

Á ferli sínum spilaði Bobby meðal annars með Tottenham, West Ham, Fulham og QPR.

Hann lék tvo leiki með enska landsliðinu. Gegn Ungverjum árið 2010 og gegn Svíum ári síðar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner