Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 24. mars 2017 10:10
Magnús Már Einarsson
Bróðir Pablo Punyed í ÍBV (Staðfest)
Renato er í skýjunum með samninginn.
Renato er í skýjunum með samninginn.
Mynd: Instagram
Renato Punyed hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar en frá þessu greinir hann á Instagram.

Renato er yngri bróðir Pablo Punyed sem kom til ÍBV frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil. Hinn tvítugi Renato var að útskrifast úr háskóla í Bandaríkjunum en hann spilar framarlega á miðjunni og á köntunum. Renato spilaði í sama háskólaliði og Sigurður Grétar Benónýsson, framherji ÍBV.

Renato og Pablo eru frá El Salvador en sá síðarnefndi hefur verið í landsliðinu þar. Að auki er Derby Carrillo, markvörður ÍBV, frá El Salvador.

„Ég er stoltur af því að hafa skrifað undir minn fyrsta atvinnumannasamning með íslenska úrvalsdeildarliðinu ÍBV!" sagði Renato á Instagram.

„Orð geta ekki lýst því hvernig mér líður og hversu spenntur ég er fyrir komandi tímabili."

Komnir:
Alvaro Montejo Calleja frá Fylki
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki
Atli Arnarson frá Leikni R.
Jónas Þór Næs frá B36
Kaj Leo í Bartalsstovu frá FH
Renato Punyed frá Bandaríkjunum
Viktor Adebahr frá Svíþjóð

Farnir:
Aron Bjarnason í Breiðablik
Benedikt Októ Bjarnason í Fram
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Víking Ó.
Jonathan Barden
Mees Siers
Simon Smidt í Fram
Sören Andreasen
Athugasemdir
banner
banner
banner