Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 26. september 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari CSKA: Sterkasta liðið síðan Ferguson hætti
Mynd: Getty Images
Viktor Goncharenko, þjálfari CSKA Moskvu, er spenntur fyrir leiknum gegn Manchester United á morgun.

Hann telur að þetta United-lið, sem Jose Mourinho er búinn að mynda, segir að sé það sterkasta sem félagið hefur haft síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun liðsins.

„Þetta er án ef sterkasta lið sem Manchester United hefur átt síðan Sir Alex Ferguson hætti," sagði Goncharenko.

Bæði Manchester United og CSKA Moskva hófu sína vegferð í Meistaradeildinni þetta tímabilið með sigrum. United vann 3-0 heimasigur á Basel og CSKA lagði Benfica 2-1.

Nokkrir leikmenn verða fjarverandi hjá Man Utd á morgun vegna meiðsla, þar á meðal Paul Pogba, Marouane Fellaini, Michael Carrick og bakvörðurinn Antonio Valencia.
Athugasemdir
banner
banner