Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   fim 25. apríl 2024 18:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar hófu titilvörn sína í Mjólkurbikarnum í dag þegar þeir mættu fotbolti.net bikarmeisturum Víðis í uppgjöri bikarmeistara síðasta árs í 32-liða úrslitum í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Víðir

„Bikarinn snýst um að komast áfram með hvaða ráðum sem er og okkur tókst það eftir erfiða fæðingu." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í dag.

„Þessir bikarleikir eru bara ótrúlegir. Það er rómantíkin í bikarkeppninni. Víðismenn komu bara mjög grimmir til leiks og skoruðu ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli og þau eru ansi mörg flott mörkin sem ég hef séð á þessum velli. Fullt credit á þá og svo börðuðst þeir eins og ljón og við áttum í erfiðleikum með að skapa okkur færi." 

„Ég sagði bara við strákana í gær: Mér er alveg sama hvernig við förum að þessu, bara að við komumst áfram í keppninni og okkur tókst það."

Arnar talaði um að þessi leikir gegn minni liðum væru yfirleitt alltaf lose-lose leikir.

„Þetta eru í raun bara lose-lose leikir. Það búast allir við að þú vinnir og vinnir stórt. Ef þú gerir það þá færðu ekkert credit fyrir það, þetta er bara svona 'so what? þú áttir hvort sem er að vinna og ef þú tapar þá færðu alla heimsins gagnrýni á þig. Þannig þetta eru bara lose-lose leikir þannig ég segi bara að í bikar snýst þetta bara um að komast áfram."

Arnar sagðist einnig hafa fundið fyrir vanmati frá sínum mönnum alveg frá fyrstu mínútu. 

„Já alveg frá fyrstu mínútu. Það er bara eðlilegt. Það er alveg sama hvað þú segir. Ég er búin að spila 100 svona leiki sjálfur og stjórna mörgum svona leikjum. Það skiptir engu máli hvað þú segir, hvað menn reyna og hvað menn segjast ætla að gera fyrir leiki. Það er bara 'human nature', þetta mannlega eðli tekur við þegar þú ert að spila á móti liði sem er rankað fyrir neðan þig í deildarstigum en svo verður þú bara að reyna komast í gegnum þær tilfiningar og finna leiðir til að vinna leiki sem að við gerðum þannig ég kvarta ekki yfir neinu."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner
banner