Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
   fim 25. apríl 2024 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Sami Kamel
Sami Kamel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel hetja Keflavíkur í bikarsigri gegn Breiðablik í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins var lítið að flækja hlutina er hann mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum og svaraði því til aðspurður um tilfinninguna.

„Frábær bara virkilega góð tilfinning.“

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Sami sem gerði tvö stórglæsileg mörk í kvöld var að vonum glaður en fann hann á sér fyrir leikinn að eitthvað gott væri í vændum og var orkan í liðinu jákvæð komandi inn í leikinn.?

„Kvöld sem þessi þá getur maður leyft sér að dreyma um að sigra eitt af stóru liðunum. Við þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku og þá geta hlutir eins og þetta gerst.“

Sami sem er á leið í sitt annað tímabil með Keflavík var nokkuð frá vegna meiðsla í fyrra. Hvernig er standið á honum í dag? Er hann á betri stað nú en þá?

„Ég er tilbúnari, ég var í fínu formi í fyrra en ég gerði persónuleg mistök. Nú er ég klárari, í betra formi og tilbúinn í þessa áskorun sem er framundan.“

Lengjudeildin hefst um aðra helgi og lá því beinast við að spyrja Sami hvert Keflavíkurliðið stefndi þar. Er hann viss um að liðið muni berjast um sæti í Bestu deildinni að ári?

„Maður getur aldrei verið viss um neitt í lífinu. Við erum ekki einu sinni viss um morgundaginn heldur þykjumst við bara vera það. En ég býst við því af okkur að við verðum gott lið líkt og við sýndum í dag. Ég ætlast til þess af okkur að við séum samkeppnishæfir í öllum leikjum og að við gerum okkar besta. Að því loknu sjáum við hvar við stöndum. “

Sagði Sami Kamel en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner