Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   fös 26. apríl 2024 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, ótrúlegur náungi.
Birkir Már Sævarsson, ótrúlegur náungi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara mjög skemmtilegt," segir Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, um þá tilhugsun að mæta Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Aron Elí fór upp á svið á Laugardalsvelli í dag og dró þar Valsmenn, sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum í sumar. Þetta verður verðugt verkefni fyrir Aftureldingu en ekki síður skemmtilegt.

Það er sérstaklega spennandi fyrir Aron þar sem hann er uppalinn í Val og bróðir hans, Birkir Már Sævarsson, leikur með Hlíðarendafélaginu. Þeir fá núna að mætast í alvöru leik áður en Birkir setur skóna upp á hillu.

„Þetta er líklega síðasta tímabilið hjá brósa. Fyrst ég gat ekki verið með honum, þá er gott að mæta honum."

„Það er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir, að mæta honum í alvöru leik. Ég held að mamma hafi sett inn á X-ið í gær að við værum báðir komnir áfram og að hún væri mjög spennt fyrir drættinum í dag. Ég held að öll fjölskyldan sé að fara að mæta á þennan leik, það er bókað mál."

Með hvoru liðinu er mamma þeirra bræðra að fara að halda með í þessum leik?

„Það er miklu meiri Valsari í þeim. Þó þau séu líklega ekki að fara að viðurkenna það þá halda þau væntanlega aðeins meira með Val," sagði Aron.

Klárir að hefna fyrir síðasta ár
Fótboltasumarið er farið af stað en það styttist í það að Lengjudeildin fari að rúlla. Aftureldingu er spáð góðu gengi í sumar og er stefnan hjá liðinu eflaust að fara upp.

„Við erum mjög klárir að hefna fyrir síðasta ár," segir Aron en Aftureldingu var hársbreidd frá því að fara upp í fyrra.

„Við ætlum að sýna að við séum orðnir enn betri. Við getum ekki beðið eftir því að spila fyrsta leikinn á móti Gróttu. Það hefur gengið mjög vel í vetur. Það hafa orðið einhverjar breytingar á hópnum en sami kjarni er til staðar. Við erum að spila vel og leikirnir eru áfram skemmtilegir hjá okkur," segir Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner