Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   fös 26. apríl 2024 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Geta fallið á morgun og sá markahæsti ekki meira með
Mynd: Getty Images
Það er ekkert nema örlítill tölfræðilegur möguleiki á því að Sheffield United haldi sæti sínu í deildinni. Með tapi gegn Newcastle á morgun fellur liðið niður í Championship.

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Oli McBurnie verði ekki meira með á tímabilinu.

Framherjinn glímir við nárameiðsli og gat ekki spilað í 4-2 tapinu gegn Man Utd á miðvikudag.

„Þetta er risahögg fyrir okkur og mikil vonbrigði. Hann þarf ekki að fara í aðgerð, en við munum sakna hans sem leiðtoga og reynslumikils leikmanns."

McBurnie er 27 ára skoskur landsliðsmaður sem hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú á tímabilinu. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með einu marki meira en Ben Brereton Díaz.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner