Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   lau 27. apríl 2024 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Burnley náði í sterkt stig á Old Trafford - Newcastle felldi Sheffield
Sheffield United er fallið
Sheffield United er fallið
Mynd: Getty Images
Fyrsta mark Antony í úrvalsdeildinni í rúmt ár dugði ekki til
Fyrsta mark Antony í úrvalsdeildinni í rúmt ár dugði ekki til
Mynd: Getty Images

Það var rosaleg dramatík á Old Trafford þegar Manchester United og Burnley skildu jöfn.


Gestirnir fengu fyrsta færið strax í upphafi leiks en það var David Datro Fofana sem komst í gott færi en Andre Onana sá við honum. Leikmenn United tóku við sér og óðu í færum í kjölfarið en tókst ekki að setja boltann í netið.

Onana var frábær seinni hluta fyrri hálfleiks og sá til þess að staðan var markalaus í hálfleik.

Liðin skiptust á færum í þeim síðari en það var Antony sem braut loksins ísinn þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni í rúmt ár.

Stuttu síðar fékk Burnley vítaspyrnu þegar Onana kýldi Zeki Amdouni og Amdouni fór sjálfur á punktinn og skoraði og tryggði Burnley gríðarlega sterkt stig í fallbaráttunni.

Newcastle felldi Sheffield United á St. James' Park en gestirnir komust yfir snemma leiks. Alexander Isak jafnaði metin en hann skoraði tvö mörk í öruggum sigri.

Luton tapaði gegn Wolves og tapaði því gríðarlega mikilvægum stigum í fallbaráttunni.

Manchester Utd 1 - 1 Burnley
1-0 Antony ('79 )
1-1 Zeki Amdouni ('87 , víti)

Newcastle 5 - 1 Sheffield Utd
0-1 Anel Ahmedhodzic ('5 )
1-1 Alexander Isak ('26 )
2-1 Bruno Guimaraes ('54 )
3-1 Alexander Isak ('61 , víti)
4-1 Ben Osborn ('65 , sjálfsmark)
5-1 Callum Wilson ('72 )

Wolves 2 - 1 Luton
1-0 Hee-Chan Hwang ('39 )
2-0 Toti ('50 )
2-1 Carlton Morris ('81 )

Fulham 1 - 1 Crystal Palace
1-0 Rodrigo Muniz ('53 )
1-1 Jeffrey Schlupp ('87 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Newcastle 36 17 6 13 79 57 +22 57
7 Chelsea 36 16 9 11 73 61 +12 57
8 Man Utd 36 16 6 14 52 56 -4 54
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 36 12 12 12 54 58 -4 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner