Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
   lau 27. apríl 2024 16:39
Sölvi Haraldsson
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er svekkjandi því mér fannst við vera betra liðið í dag í 75% af leiknum. Frábær fyrri hálfleikur. Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki nógu vel. En síðan unnum við okkur inn í leikinn og sköpuðum fullt af færum. Ég er bara mjög ósáttur með að þær náðu í sigurmarkið í lokin því við miklu betri í dag fannst mér.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-2 grátlegt tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Keflavík fengu víti á 36. mínútu eftir að Stjarnan tóku markspyrnu og stoppuðu boltann með hendinni eftir að hafa tekið markspyrnuna. Jonathan var á því að þetta var réttur dómur að dæma víti.

Þetta var víti. Leikmaðurinn tók spyrnuna og stoppaði boltann svo með höndinni.“

Jonathan fékk gult spjald í leiknum en hann er allt annað en sáttur með það hvernig samskiptin við dómara hér á Íslandi er. Hann vill fá að geta tjáð sig og spurt dómara spurningar. 

Samskiptin við dómarana og fjórða dómaran er bara ekki nógu góð, mjög slæm. Við sem þjálfarar eigum að geta spurt þá spurningar. Það er mjög slæmt að sjá hvert dómgæslan er að stefna. Það verður að vera eitthvað svigrúm fyrir þjálfaran að tjá sig hvernig þeim líður eftir að dómarinn tekur ákvörðum sem er slæm. Eitthvað var rangt hjá þeim og ég var að spurja þá út í það. Það er ósanngjarnt að maður eigi bara að halda kjafti.“

Kristrún Ýr, var tekin af velli undir leikslok vegna meiðsla. Glenn veit ekki hvernig staðan er á henni núna.

Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana eða sjúkrarþjálfarana þannig ég er ekki viss með það.“

Keflavík eiga erfiða leiki framundan en þær eru með 0 stig á töflunni eftir tvo leiki.

„Fyrir okkur er hver einasti leikur erfiður. Við verðum að vera tilbúin fyrir hvern einasta leik en við þurfum að fara að ná í stig á töfluna. Hver einasti leikur í Bestu deildinni er erfiður.“ sagði Jonathan Glenn að lokum

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner