Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
banner
   lau 27. apríl 2024 17:00
Sölvi Haraldsson
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var alveg stórfurðulegur leikur. En hann stjórnaðist meira og minna af vindinum. Það er alltaf gott að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Frábært hvernig liðið mitt kom til baka í seinni hálfleikinn og jöfnuðu leikinn. Það tók smá tíma að skora sigurmarkið en það var bara fínt að skora ekkert mikið fyrr.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sætan 3-2 sigur á Keflavík í Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Stjarnan voru 2-0 undir í hálfleik en í seinni hálfelik fengu þær vindinn í bakið og nýttu hann svo sannarlega til sigurs. Var farið yfir það í hálfleik hvernig ætti að nýta vindinn í seinni hálfleiknum?

Þetta snérist fyrst og fremst hvenrig við ætluðum að spila með vindinum. Hvernig týpur af sendingum og hvernig við ætluðum að pressa. Við vorum samt alveg pollróleg.

Það átti sér stað mjög áhugavert atvik í fyrri hálfleik þegar að Keflavík fengu vítaspyrnu. Þá senti annar hafsent Stjörnunnar á hinn hafsentinn sem stoppaði þá boltann með höndinni og dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem Keflavík fékk.

Þetta er víti. Þetta er að koma fyrir víða um heim. Ég held að sökin liggi kannski fyrst og fremst hjá okkur (þjálfurunum) þegar við erum á æfingum þegar við erum að spila út frá markinu. Að við séum að leyfa leikmönnunum að koma við boltann með höndunum. Við bara bönnum það hér með.“

Stjörnukonur lágu að marki Keflvíkinga undir lokin og þá stóð eiginlega helst upp úr löngu innköstinn hjá Hönnuh Sharts en sigurmarkið kom úr einu slíku innkasti.

Við vissum að það mynda koma breyting undir lokin í leikinn við bara vissum ekki hvað myndi gerast. Sú breyting var svo mark hjá okkur og þá gátum við aðeins skipt inn. Við vildum bíða aðeins með skiptingarnar eftir að við myndum sjá brotið í leiknum og það kom með markinu úr innkastinu. Þetta er bara eins og aukaspyrna.“

Hannah Sharts var án efa maður leiksins í dag en hún skoraði tvö og lagði upp sigurmarkið úr innkasti.

Þetta er það sem er hluti af því að við fengum hana til okkar. Hún er með stoðsendingar eftir innköst og er hávaxinn. Það er erfitt að dekka hana eða eiga við hana og ef við náum að hitta á pönnuna á henni þá koma mörk svona eins og þetta.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að lokum eftir sætan 3-2 sigur á Keflavík í dag í Keflavík.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner