Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   sun 28. apríl 2024 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Frábær stuðningur úr stúkunni.
Frábær stuðningur úr stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Vonbrigði, auðvitað fyrsti leikur heima, vildum þrjú stig en tókum þau ekki. Fyrstu viðbrögð eru vonbrigði og pirringur," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir tap gegn Breiðabliki í kvöld.

Leikurinn var hinn líflegasti, sérstaklega seinni hálfleikur. Fimm mörk voru skoruð í leiknum, öll í seinni og mörg gul spjöld fóru á loft.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

„Ég er viss um að þetta var skemmtilegt fyrir hlutlausa, augljóslega mikið sem gerðist, en við erum svo vonsviknir með mörkin sem við fengum á okkur, við þurftum bara að stýra leiknum betur. Ef við hefðum gert það, gert betur í þessum stöðum, þá hefðum við verið í tækifæri á allavega jafntefli eða mögulega sigri."

Dekkningin í fyrstu tveimur mörkunum klikkaði illa. „Seinna markið er fast leikatriði. Í fyrra markinu erum við út úr stöðu eftir okkar eigin aukaspyrnu. Við vorum ekki búnir að koma okkur nægilega fljótt aftur í stöðu. Það er hægt að koma í veg fyrir öll þrjú mörkin. Við þurfum að vera þéttari varnarlega og verja markið okkar betur. Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik, frammistaðan í fyrri hálfleik var jákvæð. Ég er bara vonsvikinn hvernig við vorum í mörkunum þeirra."

Vill hafa Guy Smit ofarlega á vellinum
Þriðja markið kom eftir mistök hjá Guy Smit aftast á vellinum. Völlurinn hjálpaði ekki þeim hollenska með snertinguna sína sem var ansi glæfraleg miðað við aðstæður og miðað við brasið sem var á markverðinum í síðasta leik gegn Fram.

„Ég hef ekki séð þetta aftur. Málið með Guy er að hann þarf að vera staðsettur ofarlega á vellinum af því við pressum hátt. Mér fannst staðsetningin á honum í lagi. Ég þarf að sjá það aftur hvað gerist á þessu augnabliki á þeim hluta vallarins."

Hæstánægður með hugarfarið og hrósar stuðningsmönnum
Hvað er það jákvæða sem þjálfarinn tekur úr leiknum?

„Staðreyndin að hugarfarið, andinn í hópnum er í toppstandi. Þeir gáfu allt í leikinn, skoruðum tvö mörk, virkuðum hættulegir þegar við fórum fram á við. Við þurfum að hreinsa til varnarlega."

„Það er líka mjög jákvætt að sjá að við erum með alla þessa stuðningsmenn á vellinum að styðja okkur og hvetja okkur áfram. Það er mikil innspýting. Þrátt fyrir að við vorum 1-0 undir og 2-1 undir þá fannst mér við alltaf vera í leiknum og að við gætum fengið eitthvað úr honum. Ég held það sé að miklu leyti andrúmsloftinu sem stuðningsmenn bjuggu til að þakka. Fullt kredit á þá."

„Frábær mæting, stuðnginsmennirnir voru frábærir enn eina ferðina. Þegar þú ert nálægt því að fá eitthvað úr leiknum, fyrsti heimaleikurinn og þú vilt virkilega búa til spennuna... við þurfum bara að gera betur í þessum stöðum.


Vilt alltaf spila heima
Var einhver spurning um að spila leikinn á Meistaravöllum?

„Nei. Völlurinn er 70% grænn og þú vilt auðvitað alltaf spila heima, svo nei."

Gregg var svo spurður út í framtíðina. „Við þurfum að halda í hugarfarið, karakterinn, hafa trú á því sem við erum að gera til og laga til varnarlega - fá ekki svona mörk á okkur," sagði Ryder.

Í lok viðtalsins var hann spurður hvers vegna hann hefði fengið gult spjald: „Góð spurning, ég veit það ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner