Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   sun 28. apríl 2024 19:18
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ekki sáttur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 4-2 gegn Víking á útivelli í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna hjá okkur, við mætum hérna hörku liði, og við skorum tvö mörk, sköllum í stöng og eigum mögulega að fá 2-3 víti. Þannig ég er gríðarlega ánægður með það en minna ánægður með að fá á okkur fjögur mörk. Það voru allir að berjast, við stóðum saman og við gerðum nóg til að fá eitthvað út úr leiknum en því miður þá gerðist það ekki í dag."

Víkingar fá umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það voru nokkur önnur vítaköll í leiknum. Hallgrímur var ekki sáttur við hvernig dómarnir féllu en vildi tjá sig sem minnst um það.

„Ég bara hvet alla til að skoða þetta, fyrstu tvö mörkin hjá þeim, þetta er orðið illa þreytt. Ég vill ekki tjá mig meira um þetta, ég hvet bara ykkur til þess að skoða þetta."

Víkingar skora annað mark sitt úr hornspyrnu en Hallgrímur telur að það hefði ekki átt að standa.

„Mér finnst bara vera 100% brotið á okkar mann í horninu. Þetta er búið að vera ansi lengi að þeir 'screena' menn ólöglega, og treyjan hans Ívars er bara upp í lofti og hann kemst ekki í návígið. Þannig að, já auðvitað er ég ósáttur við að fá á mig mörk en eins og ég segi. Við byrjum leikinn vel og þetta var mikið högg að fá á sig mörk sem við upplifum að hefðu ekki átt að standa. En við höldum áfram og eins og ég segi þá nenni ég ekki tala mikið um þetta. Ég er bara ánægður með að liðið barðist allan tíman, ég er ánægður með að við skorum tvö mörk og áttum að skora fleiri. Það er bara það sem við tökum með okkur, því að ef þetta er frammistaða sem heldur áfram þá hef ég ekki áhyggjur af liðinu, og þá fara stigin að koma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner