Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   sun 28. apríl 2024 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Ramos bjargaði á línu í grannaslag - Fallbaráttulið Granada fór illa með Osasuna
Sevilla náði í stig gegn grönnum sínum
Sevilla náði í stig gegn grönnum sínum
Mynd: Getty Images
Facundo Pellistri skoraði í sigri Granada
Facundo Pellistri skoraði í sigri Granada
Mynd: Getty Images
Real Betis og Sevilla skildu jöfn, 1-1, í grannaslag í La Liga á Spáni í kvöld.

Heimamenn í Betis fengu ódýra vítaspyrnu á 37. mínútu leiksins er Dodi Lukebakio fékk boltann í handlegginn á sér. Höndin virtist alveg upp við líkama þegar fyrirgjöfin kom en dómarinn var viss í sinni sök og benti á punktinn.

Isco skoraði af punktinum. Nokkrum mínútum áður hafði Sergio Ramos bjargað á línu frá Pablo Fornals.

Sevilla jafnaði metin snemma í síðari hálfleik með skalla Kike Salas eftir hornspyrnu Marcos Acuna og færði þetta mark þeim gott stig.

Betis missteig sig í baráttu um Evrópusæti en liðið er í 7. sæti með 49 stig. Það sæti gefur þátttöku í Sambandsdeild Evrópu, en Valencia, sem er tveimur stigum á eftir þeim, á leik til góða.

Sevilla er ekki í baráttu um að komast í Evrópukeppni en liðið er heilum ellefu stigum á eftir nágrönnum sínum.

Granada, sem er í næst neðsta sæti deildarinnar, vann heldur óvæntan og öruggan 3-0 sigur á Osasuna. Facundo Pellistri, sem er á láni frá Manchester United, gerði fyrsta mark Granada en þeir Myrto Uzuni og Lucas Boye bættu við forystuna í síðari hálfleik.

Þetta ætti að gefa liðinu vonarneista í fallbaráttunni, þó liðið sé tíu stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Betis 1 - 1 Sevilla
1-0 Alarcon Isco ('38 , víti)
1-1 Kike Salas ('56 )

Cadiz 1 - 1 Mallorca
0-1 Vedat Muriqi ('12 )
1-1 Omar Mascarell ('59 , sjálfsmark)

Granada CF 3 - 0 Osasuna
1-0 Facundo Pellistri ('29 )
2-0 Myrto Uzuni ('48 )
3-0 Lucas Boye ('90 )

Villarreal 3 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Alexander Sorloth ('18 )
2-0 Yerson Mosquera ('69 )
3-0 Alexander Sorloth ('74 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 36 29 6 1 83 22 +61 93
2 Barcelona 35 23 7 5 72 43 +29 76
3 Girona 36 23 6 7 75 45 +30 75
4 Atletico Madrid 36 23 4 9 67 39 +28 73
5 Athletic 36 17 11 8 58 37 +21 62
6 Betis 35 14 13 8 46 41 +5 55
7 Real Sociedad 35 14 12 9 48 37 +11 54
8 Villarreal 36 14 9 13 60 60 0 51
9 Valencia 35 13 9 13 37 39 -2 48
10 Getafe 36 10 13 13 41 51 -10 43
11 Alaves 36 11 9 16 34 45 -11 42
12 Sevilla 36 10 11 15 47 50 -3 41
13 Osasuna 36 11 8 17 40 54 -14 41
14 Vallecano 36 8 14 14 29 44 -15 38
15 Celta 36 9 10 17 42 54 -12 37
16 Las Palmas 35 10 7 18 30 44 -14 37
17 Mallorca 36 7 15 14 29 41 -12 36
18 Cadiz 36 6 14 16 25 49 -24 32
19 Granada CF 36 4 9 23 37 70 -33 21
20 Almeria 35 2 11 22 35 70 -35 17
Athugasemdir
banner
banner