Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   sun 28. apríl 2024 17:53
Sölvi Haraldsson
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Mynd: Getty Images

Þetta var ágætt. Ég held að þeir áttu kafla og við áttum kafla. Heilt yfir jafn leikur. Við eigum að gera betur og getum gert betur. Þetta er mjög svekkjandi.“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður ÍA, eftir sinn fyrsta deildarleik fyrir ÍA eftir heimkomuna.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Rúnar kom inn á þegar það voru tæpar 10 mínútur eftir af leiknum en hvernig leið Rúnari inn á vellinum og eftir að hafa spilað í dag?

Það er fínt að koma inn á. Ég er í mjög góðu standi. Þetta snýst bara um að fá inn mínútur fyrir nárann og treysta honum. En það er skrítið að koma inn í svona leik. En það er gott að vera kominn almennilega inn í þetta.“

Ég er í mjög góðu líkamlegu standi. Ég er mjög fit og það er haldið mjög vel utan um þetta hérna á Skaganum. Lungun segja að ég geti alveg spilað meira en þetta snýst um að fara varlega með nárann. Ég er bara góður og mínútunum mun bara fjölga.

Það var mikið af spjöldum sem fóru á loft í dag en Rúnar skilur ekki nýju línuna sem er búið að setja og kallar þetta annað sport.

Mér finnst oft minni hasar hérna inni en menn tala um því það bergmálast allt og þrefaldast einhvernveginn. Mér fannst ekki mikið af grófum tæklingum hérna en endalaust af spjöldum. Þannig línan er afar sérstök sem er búið að setja hérna. Menn voru ekki að reyna að meiða hvorn annan. Bara tæklingar hér og þar og síðan tekist í hendur. Þetta var svolítið sérstök lína og eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast hérna.

Skagamenn töpuðu í dag en næsti leikur þeirra gulklæddu er gegn Stjörnunni. 

Tap í dag lofar ekki góðu. Við þurfum bara að snúa þessu lið og byrja að safna stigum Við ætlum ekki að vera í fallbaráttu í sumar. Næst er það útileikur og síðan förum við út á grasið. Það er bara áfram gakk og rífa okkur upp eftir þetta.

Rúnar er nýkominn á Skagann aftur en er hann búinn að setja sér einhver persónuleg markmið fyrir sumarið?

Ég er ekki mikið í því yfirleitt. Ef svo væri þá væri ég líklega ekki mikið að segja það hérna. En bara það að vera ekki í fallbaráttu. Við erum með það gott lið og það er erfitt að vinna okkur. En það eru mörg fín lið þarna og þetta er þéttur pakki. Maður má varla misstiga sig.“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður ÍA, eftir sinn fyrsta deildarleik fyrir ÍA eftir heimkomuna.

Viðtalið við Rúnar Má má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner