Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hleypur hratt en heldur ró á hópnum.
Hleypur hratt en heldur ró á hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veit sennilega allt um eyðieyjur.
Veit sennilega allt um eyðieyjur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mætir til að halda mönnum góðum.
Mætir til að halda mönnum góðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gæði í Ísaki.
Gæði í Ísaki.
Mynd: Guðmundur Svansson
Óþolandi en samt drullu gaman að spila á móti honum...
Óþolandi en samt drullu gaman að spila á móti honum...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegur Love Island leikmaður.
Efnilegur Love Island leikmaður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lengjudeildin hefst á miðvikudag og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara og fyrirliða.

Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 4. sætinu í sumar.

Tómas Bent er uppalinn Eyjamaður sem leikið hefur í Vestmannaeyjum allan sinn feril. Hann er í stóru hlutverki í liði ÍBV, lék 23 af 27 leikjum liðsins í Bestu deildinni í fyrra.

Í 107 KSÍ leikjum hefur Tómas skorað 13 mörk. Í vetur var hann í æfingahóp U21 landsliðsins.

Í dag sýnir miðjumaðurinn á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Tómas Bent Magnússon

Gælunafn: Tommi.

Aldur: 21 árs.

Hjúskaparstaða: Föstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Í íslandsmóti var það 2019 á móti ÍA og var ég í einum svörtum adidas takkaskóm og einum bleikum nike.

Uppáhalds drykkur: Það verður að vera Coke Zero.

Uppáhalds matsölustaður: Dominos Pizza

Hvernig bíl áttu: Nei en keyri um á Toyota Aygo.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekki farið í það.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones.

Uppáhalds tónlistarmaður: Júníus Meyvant.

Uppáhalds hlaðvarp: The Diary Of A CEO

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net myndi ég halda.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hannes Haraldsson.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ´Undirritun Tókst´

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Selfoss ef ég verð að velja annars ekkert.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ísak Andri Sigurgeirsson fyrstur sem kom í hugann.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Get ekki gert uppá milli þeirra, allir gefið manni einhvað.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ragnar Bragi er óþolandi en það er drullu gaman að spila við hann!

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ronaldinho, vildi alltaf vera eins og hann.

Sætasti sigurinn: 4 – 1 gegn Grindavík heima 2021 var skemmtilegur leikur.

Mestu vonbrigðin: Falla niður um deild í fyrra.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kristófer Heimisson.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Viggó Valgeirsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:Verð ég ekki að bakka mig sjálfan upp þarna;)

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ída Hermannsdóttir þar við deilum sömu genum.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Af þeim fáu sem eru á lausu er það Hjörvar Daði Arnarsson.

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar engin spurning.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ætli það sé ekki þegar að þjálfarinn okkar í 2. flokki fékk rautt og ég fékk pabba til að taka við keflinu og sigla þessu heim... Strákarnir gera enn grín af þessu í dag þannig vel það atvik.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Þær hafa fækkað, Herbergið mitt verður að vera hreint fyrir leik, er ein.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já er svoldið inní handbolta svo fer það eftir árstíma hverju ég er að fylgjast með.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Copa sense (Hvítum).

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Dönsku og sé eftir því í dag að hafa ekki lagt meira á mig þar.

Vandræðalegasta augnablik: Uff get ekki valið einhvað eitt, á of mörg.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Alex Frey því hann er örgl búinn að kynna sér öll scenario sem hægt er að lenda í á eyðieyju, Arnar Breka til að hafa ró á hópnum og Breka Ómarsson til að halda mönnum glöðum.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Henrik Mána í næstu Love island seríu miðað við hvað maður sá á Tene.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Aldrei Drukkið áfengi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hermann Þór fyrst og fremst frábær einstaklingur og einnig geggjaður inná vellinum.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri liberal í Secret Hitler spilinu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að tapa!

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Nikola Tesla af einhverju rosalega sniðugu veit ekki hvað.
Athugasemdir
banner
banner
banner