Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Ísland U21
2
1
Lúxemborg U21
Benoný Breki Andrésson '28 1-0
1-1 Jayson Videira '37
Jóhannes Kristinn Bjarnason '61 2-1
Adulai Djabi Embalo '92
14.10.2025  -  15:00
Þróttarvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Prýðilegar, léttur úði
Dómari: Ben McMaster (N-Írland)
Áhorfendur: 242
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Hlynur Freyr Karlsson
6. Baldur Kári Helgason
9. Benoný Breki Andrésson ('87)
10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Hilmir Rafn Mikaelsson ('63)
16. Haukur Andri Haraldsson ('87)
17. Jóhannes Kristinn Bjarnason
21. Tómas Orri Róbertsson
23. Nóel Atli Arnórsson

Varamenn:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Ásgeir Helgi Orrason
8. Ómar Björn Stefánsson
14. Helgi Fróði Ingason ('87)
15. Freyr Sigurðsson
18. Kjartan Már Kjartansson
19. Róbert Frosti Þorkelsson ('87)
20. Hinrik Harðarson ('63)
22. Þorri Stefán Þorbjörnsson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dynjandi lófaklapp! Langþráður íslenskur sigur.
93. mín
Eggert Aron með skot framhjá.
92. mín Rautt spjald: Adulai Djabi Embalo (Lúxemborg U21)
Lúkas markvörður er búinn að handsama boltann þegar Embalo fer groddaralega í hann og fær sitt annað gula spjald og þar með rautt!
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur
90. mín Gult spjald: Adulai Djabi Embalo (Lúxemborg U21)
89. mín
Langþráður sigur Íslands innan seilingar... Eftir að hafa leikið sex mótsleiki í röð án sigurs er mögulega að koma þrjú stig í hús hér...
87. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Ísland U21) Út:Haukur Andri Haraldsson (Ísland U21)
87. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Ísland U21) Út:Benoný Breki Andrésson (Ísland U21)
86. mín
Gestirnir að sækja og það fer aðeins um fólk í stúkunni. Ísland hreinsar á endanum í innkast.
81. mín Gult spjald: Hugo Afonso (Lúxemborg U21)
Fyrir brot.
80. mín
Fabio Lohei í liði Lúxemborgar með sendingu inn í teiginn sem Lúkas handsmar auðveldlega.
78. mín
Jói Bjarna kom Íslandi í 2-1
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

77. mín
Þetta hefði verið geggjað mark! Benoný Breki með frábæra móttöku og vippar boltanum í þverslána! Hefði nánast gert út um þennan leik.
76. mín
Farið í bakið á Hlyni en hann stendur fljótt upp og jafnar sg á þessu.
75. mín
Hinrik Harðarson gerir atlögu að marki eftir sendingu Jóa Bjarna en Margato mætir út úr teignum og skallar boltann í innkast.
74. mín
Inn:Leon Elshan (Lúxemborg U21) Út:Jayson Videira (Lúxemborg U21)
74. mín
Inn:Diogo De Oliveira (Lúxemborg U21) Út:Sofiane Ikene (Lúxemborg U21)
Sofiane Ikene fór meiddur af velli.
71. mín
Hélt að Ísland væri að skora sitt þriðja mark... Baldur Kári kom sér inn í teiginn og átti skot rétt framhjá.
69. mín
Flaggarinn frá Belfast Benoný kemst einn gegn markverði en aðstoðardómarinn frá Belfast lyftir flagginu. Rangstaða.
67. mín
Inn:Fabio Domingos (Lúxemborg U21) Út:Yohann Torres (Lúxemborg U21)
67. mín
Marktilraunir: 11-2 Samkvæmt tölfræði UEFA hefur Ísland átt miklu fleiri marktilraunir en Lúxemborgarar. Sú ellefta hjá Íslandi bættist við meðan ég var að skrifa þessa færslu. Benoný skallaði yfir.
65. mín
Miguel Goncalves með skot sem fer af varnarmanni og yfir. Þriðja horn Lúxemborgara í röð...
64. mín
Gestirnir fá tvær hornspyrnur í röð...
63. mín
Inn:Hinrik Harðarson (Ísland U21) Út:Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21)
Hinrik á sínum gamla heimavelli.
61. mín MARK!
Jóhannes Kristinn Bjarnason (Ísland U21)
Stoðsending: Haukur Andri Haraldsson
ÞAÐ TEKST Í ANNARRI TILRAUN!!! Haukur Andri leggur boltann út í teignum á Jóa sem á skot sem er varið, hann fær frákastið aftur til sín og nær að setja boltann inn!

Ísland hefur tekið forystuna á ný!
59. mín
Clayton Irigoyen í liði heimamanna með lipur tilþrif. Þeir geta verið ansi sprækir í sóknaraðgerðum sínum Lúxemborgarar. Það eru hreyfingar á bekknum hjá Íslandi, skiptingar á næsta leyti...
57. mín
Benoný í flottu færi! Margato hefur nóg að gera í markinu og nær að slá þennan bolta yfir. Ísland fær hornspyrnu.
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
53. mín
ÞETTA VERÐIÐ ÞIÐ AÐ NÝTA! Ísland í stórhættulega sókn, nánast þrír gegn einum. Haukur Andri rennir boltanum á Benoný sem á skotið en Margato nær að verja. Jóhannes nær frákastinu en aftur ver Margato!

Þarna átti Ísland að taka forystuna!
49. mín
Áhorfendavaktin: 242 Rosalega hátt hlutfall frægra af heildarfjölda áhorfenda.
48. mín
Ísland fær hornspyrnu Baldur Kári vinnur horn fyrir Ísland. Jói Bjarna tekur spyrnuna og Benoný nær skalla á markið en beint á Margato markvörð.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Okkar strákar þurfa að spýta í lófana, ekkert annað en sigur kemur til greina í þessum leik í dag!
46. mín
Inn:David Jonathans (Lúxemborg U21) Út:Diego Duarte (Lúxemborg U21)
46. mín
Inn:Adulai Djabi Embalo (Lúxemborg U21) Út:Rayan Berberi (Lúxemborg U21)
45. mín
Sá frægasti í stúkunni Í allri "Frægir í stúkunni" flóðbylgjunni hjá mér gleymi ég að nefna Hákon Arnar Haraldsson sem er hérna rétt við fréttamannastúkuna. Nú er búið að bæta úr því. Bróðir hans, Haukur Andri, er auðvitað að spila með U21 liðinu.
45. mín
Myndaveisla úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

45. mín
Fleiri frægir Tók smá rúnt í hálfleik og það eru svo sannarlega fleiri frægir í stúkunni. Daði Berg, Víkingur og fyrrum Vestramaður, er mættur. Máni Pétursson er að sjálfsögðu að láta gamminn geysa. Jökull Þorkelsson blaðamaður Morgunblaðsins er í kaffi og sígó í hálfleik.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks Marktilraunir: 4-2
Hornspyrnur: 2-1
Rangstöður: 2-2
Spjöld: 0-0

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
1-1
45. mín
Benoný Breki kom Íslandi yfir
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

41. mín
Barátta í teig Lúxara en á endanum dæmt sóknarbrot á Hilmi.
37. mín MARK!
Jayson Videira (Lúxemborg U21)
Stoðsending: Yohann Torres
Hann stangar boltann inn Lúxemborg jafnar eftir mjög góða fyrirgjöf frá hægri.

Videira stingur sér á undan Loga og skallar boltann af krafti í netið.

Allt jafnt.
33. mín
Íslenska liðið er mun líklegra til að bæta við en heimamenn að jafna. Benoný komst í hættulega stöðu, ætlaði að renna boltanum á Hilmi en varnarmaður gestaliðsins komst á milli.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Haukur reynir sendingu inn í teiginn en hittir boltann illa og hann flýgur afturfyrir endamörk, þó ekki alheimsins.
28. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (Ísland U21)
Stoðsending: Jóhannes Kristinn Bjarnason
BENONÝ BRÝTUR ÍSINN! Jóhannes með hornspyrnuna, lág sending inn á teiginn og gestirnir eru alveg steinsofandi þegar Benoný, einn og yfirgefinn í teignum, setur boltann í hornið.

Ísland 1, Lúxemborg 0
27. mín
Jói Bjarna með hörkuskot! Jóhannes Kristinn Bjarnason tekur skot eftir hættulega sókn Íslands en Margato ver í hornspyrnu.
26. mín
Lúkas Petersson markvörður að leika sér að eldinum, pressan sett á hann þegar hann er með boltann. Gestirnir vinna knöttinn en svo er dæmd rangstaða.
22. mín
Nálægt! Haukur Andri Haraldsson kemst í hættulega stöðu og á skot í teignum, boltinn af varnarmanni og afturfyrir. Fyrsta hornspyrna Íslands. Hornspyrnan skapar hættu en á endanum liggur markvörður Lúxara niðri og þarf aðhlynningu.
20. mín
Lúxemborg tók hornspyrnuna stutt og það klúðraðist algjörlega, endaði með því að íslenska liðið fékk skyndisókn þar sem Benoný Breki fékk hættulega sendingu og skaut yfir. Flaggið fór á loft. Dæmd rangstaða.
19. mín
Gestirnir með fyrirgjöf sem Baldur Kári skallar afturfyrir. Lúxemborg á fyrstu hornspyrnu leiksins.
14. mín
Lúxararnir eitthvað lítillega að hnykkla vöðvana, Videira reynir að komast framhjá Loga Hrafni en Logi verst vel.
12. mín
Hilmir lætur vaða Hilmir Rafn Mikaelsson með fínasta snúning og nær nokkuð föstu skoti en beint á Margato. Ísland aðeins að stíga á bensíngjöfina.
11. mín
Fyrsta marktilraunin er Íslands Eggert Aron með flotta sendingu. Baldur Kári kemst í ljómandi fína stöðu og á skot en beint á Margato markvörð gestaliðsins.
5. mín
Gufubað og leikur Það er ekki eðlilega heitt hérna í fréttamannastúku Þróttar, búið að kynda vel upp í þessu. Af leiknum er að frétta að það er tíðindalaust fyrstu mínúturnar. Köllum þetta þreifingar.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru hvítklæddir gestirnir sem eiga upphafssparkið Lúxararnir sækja í átt að Húsdýragarðinum í fyrri hálfleik. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin mætt og verið að spila þjóðsöngvana Hef alltaf verið mikill aðdáandi þjóðsöngs Lúxemborgar. Fallegur og með góða uppbyggingu.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Pressa á strákunum!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Davíð Snorri mættur að fylgjast grannt með. Leikmenn eiga sér að sjálfsögðu drauma um að komast upp í A-landsliðið svo nú er tækifæri til að sýna sig og sanna.
Fyrir leik
Þá mætir Siggi Helga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
+
Að sjálfsögðu með City trefilinn og KR derruna.
Fyrir leik
Frægir í stúkunni Formaðurinn sjálfur Þorvaldur Örlygsson er að sjálfsögðu mættur, Bjarni Guðjónsson fær sér sæti á besta stað enda sonur hans í byrjunarliðinu, Páló mætti með nesti og Ólafur Garðarsson umboðsmaður spjallar við Þórarin Dúa á meðan vallarþulurinn kynnir liðin.
Fyrir leik
Af hverju spilað svona snemma? Ástæðan einföld. Laugardalsvöllur er eini völlur landsins sem er með nægilega góð flóðljós svo þau standist kröfur UEFA. Hér á Íslandi erum við meira að vinna með "Það er ódýrara að vera með lélegt svo við verðum með lélegt". - Þess vegna þarf að spila leikinn þetta snemma.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Mynd: UEFA

Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands: Tvær breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Ingi Skúlason gerir tvær breytingar frá markalausu jafntefli gegn Sviss á föstudag. Jóhannes Kristinn Bjarnason og Hilmir Rafn Mikaelsson koma inn í byrjunarliðið. Róbert Frosti Þorkelsson og Helgi Fróði Ingason setjast á bekkinn.

Þrír utan hóps
23 eru í íslenska hópnum en aðeins 20 fá að vera á skýrslu. Þrír leikmenn þurfa því að bíta í það súra epli að vera utan hóps. Það eru Arnar Daði Jóhannesson markvörður úr Aftureldingu og þeir Júlíus Mar Júlíusson og Amin Cosic úr KR.
Fyrir leik
„Eigum mikið inni og ætlum að sýna það gegn Lúxemborg“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður U21 landsliðsins og Brann í Noregi, sagði í samtali við Fótbolta.net í gær markmiðið fyrir leikinn vera skýrt.

„Síðasti gluggi var smá vonbrigði en sterkt stig úti í Sviss núna. Þetta er mikilvægur leikur og við stefnum á þrjú stig. Lúxemborg er með hörkulið reyndar en ef við spilum vel þá vinnum við leikinn.“

„Ég tel okkur vera með mjög gott lið, við eigum mikið inni. Við ætlum að sýna það á morgun gegn Lúx hversu góðir við erum,“ sagði Eggert.

Benóný Breki Andrésson, leikmaður U21 landsliðsins og Stockport, hafði sömu sögu að segja þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær.

„Við erum búnir að fara vel yfir þá, við vitum alveg hvað við þurfum að gera. En við ætlum að rúlla yfir þá á morgun.“
Fyrir leik
Kári Snorra ræddi við tvo leikmenn Kári Snorrason fréttamaður Fótbolta.net ræddi við tvo leikmenn Íslands fyrir æfingu liðsins í gær; Eggert Aron og Benoný Breka.

   13.10.2025 11:53
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“

   13.10.2025 12:15
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
Fyrir leik
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær og fékk fyrst spurningu um hvort ekki væri gerð krafa á að vinna Lúxemborg?

„Jú það er klárt. Við þurfum á sigri að halda. Við verðum hreinlega að ná í þrjú stig," svaraði Ólafur.

„Við áttum ekki góðan glugga stigalega séð síðast. Ég þekki þessa stráka mjög vel og mér finnst við enn eiga mikið inni. Við þurfum að búa til fleiri sénsa og skapa fleiri færi. Á sama tíma ekki vera brothættir aftast. Við þurfum að finna þetta jafnvægi."

„Lúx eru með mjög sóknarsinnað lið. Sterkir sóknarlega og gott fótboltalið. Ég hugsa að þetta verði alveg fram og til baka. Það munu koma móment þar sem þeir verða meira á boltanum og öfugt. Við þurfum að hafa tempó í okkar sóknarleik og vera beinskeyttir á síðasta þriðjungi. Ég vil sjá hungur í að komast í góðar stöður, fylla teiginn vel og klára."


Eftir fyrstu leikina í riðlinum, er einhver breyting á markmiðum liðsins?

„Nei við erum enn að horfa í annað sætið. Þá þurfum við þrjú stig á morgun, það er klárt. Við erum galvaskir áfram í að stefna á þetta annað sætið."

   13.10.2025 11:45
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Fyrir leik
Tvö lið án sigurs að mætast Keppt er í undankeppni EM U21 liða. Ísland er án sigurs í riðlinum, tapaði gegn Færeyjum en gerði svo jafntefli gegn Eistland og Sviss. Liðin í riðlinum eru búin með mismarga leiki en Færeyjar eru á toppnum þrátt fyrir skell gegn Frakklandi í síðustu viku.

1. Færeyjar 9 stig eftir 4 leiki
2. Frakkland 6 stig eftir 2 leiki
3. Sviss 4 stig eftir 2 leiki
4. Ísland 2 stig eftir 3 leiki
5. Eistland 2 stig eftir 4 leiki
6. Lúxemborg 1 stig eftir 2 leiki

   14.10.2025 07:35
U21 riðill Íslands: Frakkar skorað tólf mörk í tveimur leikjum
Fyrir leik
Ekkert skorað í Sviss
Mynd: EPA

Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli gegn Sviss á föstudaginn.

Sviss U21 0 - 0 Ísland U21
Lestu um leikinn

Mynd: EPA

Fyrir leik
U21 mætir Lúxemborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er komið að heimaleik hjá U21 landsliði Íslands gegn Lúxemborg á Þróttarvelli. Dómarateymi frá Norður-Írlandi dæmir leikinn og mun Ben McMaster flauta á klukkan 15:00.
Byrjunarlið:
12. Joao Margato (m)
2. Yohann Torres ('67)
3. Fabio Lohei
4. Sofiane Ikene ('74)
6. Ivan Englaro
9. Jayson Videira ('74)
14. Hugo Afonso
16. Clayton Irigoyen
18. Miguel Goncalves
19. Rayan Berberi ('46)
20. Diego Duarte ('46)

Varamenn:
1. Ben Schmit (m)
5. Antoine Lommel
7. David Jonathans ('46)
8. Diogo De Oliveira ('74)
10. Leon Elshan ('74)
11. Fabio Domingos ('67)
13. Christophe Andrade Brites
17. Adulai Djabi Embalo ('46)

Liðsstjórn:
Mario Mutsch (Þ)

Gul spjöld:
Hugo Afonso ('81)
Adulai Djabi Embalo ('90)

Rauð spjöld:
Adulai Djabi Embalo ('92)